Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 124
112
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
stytting úr því, Nathan, festist við hann þegar á ung-
um aldri, svo að hann tók að skrifa sig því nafni sjálfur.
Undir því fornafni liefir hann unnið heimfrægð sína
og í Uppsölum mun hann oftast manna á milli hafa ver-
ið nefndur fornafninu einu. Þegar einhver nefndi
„Nathan“ vissu allir að átt var við Söderblom erki-
biskup. Faðir hans, Jonas Söderblom, sem þá var prest-
ur i Trönö, (hann fluttist seinna til Norrala, þar ólst son-
urinn upp og þar har faðir lians beinin), var ekki stór-
ættaður, heldur af alþýðufólki kominn. En móðir hans
var að langfeðgatali komin af danskri ætt (Blume). í
Hirðisbréfi sínu minnist Söderhlom erkibiskup fagur-
lega föður síns og vottar honum sonarlegar þakkir fyr-
ir holl áhrif lians á sig í uppvextinum. Skólalærdóm
lærði hann í Hudiksvalls lærða skóla og varð stúdent
í Uppsölum 1883. Þremur árum síðar lauk hann í Upp-
sölum svonefndu „fílosofie-kandidat eksamen“ þ. e.
undirbúningsprófi i hebresku, grísku og heimspeki,
sem enn í dag tíðkast við sænska háskóla sem undir-
búningspróf undir guðfræðinámið; en guðfræðilegu
embættisprófi (teologie-kandidat eksamen) lauk hann
við sama háskóla 1892.
Að aflokni: háskólanámi dvaldist Söderblom um
eins árs bil í Uppsölum til frekara náms, en gjörðist
1894 prestur sænsk-talandi safnaðar í París og jafn-
framt sjómannaprestur í Dunkerque, Calais og Bou-
logne. En áður en hann fluttist til Frakklands, kvæntist
hann lieitmey sinni, Önnu Forsell, dóttur skipherra í
Stokkliólmi, en alsystur söngvarans fræga, Jon Forsell,
hinni ágætustu konu, sem enn er á lífi ásamt ellefu
börnum þeirra. Þessa fremur illa launuðu stöðu á
Frakklandi valdi Söderblom vafalítið með fram til þess
að geta mentað sig sem bezt i þeim sérfræðum, sem hon-
um einkum lék liugur á, og ekki gafst hetra tækifæri til
annarsstaðar en einmitt í liöfuðborg Frakklands. En
þau sérfræði voru alinenn átrúnaðarsaga og átrúnaðar-