Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 125
Prestaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup.
113
heimspeki. En einmitt í París voru ýmsir fræðimenn
i þeirri grein, sem mikiö orð fór af. Sérstaklega stund-
aSi hann nám viS „Ecole des hautes études“, og þótt
hér væri um hjáverkanám aS ræSa — þar sem mestur
tíminn var helgaSur prestsskapnum — lauk hann þar
fullnaSarprófi (diplomé) 1898 í þessari uppáhalds-
námsgrein sinni, samanburSar-átrúnaSarsögu; og varS
þrem árum síSar (1901) doktor í guSfræSi viS Parísar-
háskóla (Sorbonne). Á þeim sjö árum, sem Söderblom
dvaldist i París, tókst honum aS ávinna sér þaS lær-
dómsorS, aS þegar C. P. Tiele háskólakennari i Leyden,
sem talinn var einn af langfremstu átrúnaSarsagnfræS-
ingum og heimspekingum sinna tíma, féll frá, var
Nathan Söderblom boSin staSan sem eftirmaSur hans
viS liáskólann i Leyden. En þá vildi svo til, aS kennara-
staSa í guSfræSilegum forspjalls-vísindum (teologiska
prenotioner och teologisk encyklopædi) viS Uppsala-
háskóla losnaSi. Var lionum boSin sú staSa og tók hann
því boSi meS fögnuöi.
Dvöl Söderbloms á Frakklandi varS hin áhrifa-
drýgsta fyrir allan andlegan þroska hans. Fyrst og
fremst lærSi hann til fullnustu frakkneska tungu, svo aS
hún varS honum jafn töm og móSurmál hans. I annan
staS kyntist liann þar fjölda hinna ágætustu lærdóms-
manna, sem liann gat ekki varist áhrifum frá, jafn-
móttækilegur og andi hans var fyrir mentandi og göfg-
andi áhrif á þessum þroskaárum hans, bæSi fyrir höf-
uS og lijarta. Einn þeirra, sem mikil áhrif höfSu á hann
á þessum árum, var ágætur trúfræSingur og átrúnaSar-
heimspekingur, Auguste Sabatier (f 1901), kennari
viS Parísar-liáskóla. Eitt af fyrstu ritverkunum, sem
Söderblom bjó til prentunar, var þá líka meistaraleg
sænsk þýSing á einu af beztu ritum Sabatiers, „Ágrip
af átrúnaSarsögu“ (Esquisse d’une Philosophie de la
Religion), er prentuS var i Stokkhólmi 1898. Loks leiddi
þaS af dvölinni í París, aS Söderblom komst þar í náin
8