Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 126
114
Jón Helgason:
Prestatélagsritlö.
kynni við listamannanýlenduna sænsku þar í borginni.
En Söderblom var að upplagi listelskur maður með af-
brigðum og hér þroskaðist listelska hans svo, að hún
fylgdi honum alla æfi hans upp frá því. En þótt hann
hefði hinar mestu mætur á myndlistinni í öllum henn-
ar greinum, þá elskaði hann þó öllu öðru fremur tón-
listina, sem síðar mun verða vikið að.
Með komu Söderbloms til Uppsala (1901) má segja,
að nýir tímar liefjist fyrir þetta gamla og fræga lær-
dómssetur, að þvi er snertir hina vísindalegu guðfræði.
Til þessa hafði guðfræðin þar, mannsaldur eftir manns-
aldur, lifað hálfgjörðu einangrunarlífi og nær því ein-
göngu mótast af þýzkri háskólaguðfræði, svo að þar
gætti lítt nokkurra áhrifa annarsstaðar að. En Söder-
blom opnaði gluggana fyrir nýjum og hressandi vind-
blæ frá öðrum heimsáttum, ekki sízt úr vesturátt, frá
hinum engilsaxneska heimi. Sérstaklega er aðfarar-fyr-
irlestur hans í háskólanum mörgum þeirra er heyrðu
ógleymanlegur. Einhver ístöðuleysisandi var orðinn rík-
andi með guðfræðinemendum, eins og þeir þyrðu ekki
að bæra á sér, og næstum þvi fyriryrðu sig fyrir að vera
guðfræðinemar, er á sínum tíma ætluðu að ganga í
þjónustu kirkjunnar. En hér kom ungur maður fram,
sem brann af áhuga fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists,
maður fullur heilagrar djörfungar, sem þorði að vera
upplitsdjarfur. „Ég óska yður til hamingju!“ var meg-
inþráður þess ávarps, sem liann heilsaði stúdentunum
með. „Ég óska yður til hamingju, sérstaklega með það
köllunarstarf, sem þér eigið i vændum sem trúarinnar
talsmenn með þjóð vorri. Þér eigið fyrir höndum að
fá að reyna kraft fagnaðarerindisins til að dæma,
sundurkremja, auðmýkja, til að reisa á fætur, hjálpa
þeim, sem eru lijálparvana, hugga þá, sem huggunar
þurfa, til að flytja mönnum djörfung til að lifa og
djörfung til að deyja. Þér eigið að vera óhræddir túlk-
ar sannleikans, án alls manngreinarálits, andlegir hjálp-