Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 127
prestaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup.
115
armenn þjóðar vorrar, ekki nærgöngulir og áleitnir eða
litandi niður á aðra, heldur alúðlegir í hvívetna, lausir
við allan embætisreiging. Því að ef þú álítur þig of-
mikinn til að gefa þig að hinurn lítilmótlegustu, þá ertu
í sannleika of smávaxinn til þess að verða prestur. —
— Sækist ekki eftir yfirdrotnan, heldur látið frelsun
sálnanna vera yðar mesta áliugaefni. Gjörið yður ekki
að mannaþrælum, hvorki einhverrar ákveðinnar stefnu
eða flokks eða einstakra manna, lieldur gjörið yður sem
bezt færa um að skilja mennina og að nema æ betur og
betur þá lexíu, sem lífið leggur fyrir yður. Frammi fyr-
ir tregðu þeirra, sem fyrir utan standa, og vöntun þeirra
á vilja til að gefa orðum yðar gaum, skuluð þér ganga
í grafgólf við sjálfa yður um það, hvort þér hafið fund-
ið rétta lykilinn að hjörtum þessara manna og livort
þér notið réttilega lykil Guðs orðs. Hugfestið yður orð
mín: Sannarleg g'æfa yðar og gæfa safnaðarins skal öll
vera undir því komin, að þér fylgið trúlega reglu Páls:
að drotna ekki yfir trú safnaðarins heldur að vera sam-
verkamenn að gleði lians (2 Kor. 1,24). Ekki herrar,
heldur þjónar, ekki þjónar einhvers flokks, heldur
þjónar safnaðarins, samverkamenn að gleði hans fyrir
líf í kæi’leika og fyrir boðun hins hreina fagnaðarer-
indis, sem þér ausið úr hinni eilífu lind gleðinnar til
endurhressingar örvæntandi sálum. — — Svo sem
þjónar Jesú eigið þér bandamann í brjósti hvers manns.
Mótstöðu fáið þér að reyna og það í ríkum mæli, ef þér
á annað borð rekið erindi sannleikans, fyrst og síðast
sömu mótstöðuna, sem þér eigið í baráttu við lrjá sjálf-
urn yður fyrir daglega betrun og endurnýjun í árvekni
og bæn: sjálfsþóttann í hjartanu og mótþróann. En þér
eigið líka dulinn bandamann í hvers manns brjósti, svo
sannarlega, sem þér þjónið málefni Krists og vinnið
fyrir það. Með því að birta sannleikann skuluð þér
mæla frarn með yður við samvizku hvers manns fyrir
Guðs augliti (2. Kor. 4,2).
*8