Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 128
116
Jón Helgason:
PrestafélagsritiO.
Drottinn tendri heilaga eldinn i hjörtum yðar og
haldi honum við!“
Mjög snemma hafði Söderblom tekið ástfóstri við
nýju, frjálslyndu guðfræðina i þeirri mynd, sem þeir
Albrekt Ritschl og Adolf Harnack höfðu gjörzt talsmenn
hennar. Og þeirri guðfræðistefnu fylgdi hann alla æfi
síðan. Hann fór þá heldur ekki í launkofa með hvar
hann stæði í því tilliti, er hann hóf starf sitt sem há-
skólakennari. Hann vildi ekki, að hinu vísindalega
starfi ransóknar-guðfræðinnar og niðurstöðum þess
væri haldið leyndu fyrir hinni upprennandi kenni-
manna-kynslóð, eins og væri hér einhver háski á ferð-
um, sem riðið gæti kristindómi og kirkju að fullu. Krist-
indómurinn hefði of góða sögulega samvizku til þess,
að nokkuð væri að óttast hans vegna, og kristilegri
kirkju, sem altaf væri að vaxa i tileinkunn sannleik-
ans, væri slcylt að „rannsaka og prófa alla hluti og
halda þvi sem gott er“, enda væri hún á því hellu-
bjargi reist, sem sízt væri hætta á að bifaðist, ef kirkj-
an þekti sinn vitjunartíma. Að maður af andlegri gerð
Söderbloms næði skjótt hylli lærisveina sinna við há-
skólann var sízt að furða, þvi að hann hafði alla þá
yfirburði andans til brunns að bera, sem eru fyrsta skil-
yrðið fyrir því, en þar við bættist svo iðandi fjör hans
og elskulegt viðmót i allri umgengni hans við þá, sem
brátt gjörði hann allra kennara vinsælastan. Stúdentarn-
ir litu upp til liins skarpgáfaða og stórlærða kennara
sins í kærleika og aðdáun. Þeim duldist ekki, hvílíkur
sómi það var hinum fornfræga háskóla þeirra, að eiga
öðrum eins kennara á að skipa, og hvílíkt happ það var
þeim sjálfum að mega njóta fræðslu hans. Snjallari fyr-
irlestramaður hefir aðeins einn verið talinn á kennara-
stóli þar, sem sé Iiarald Hjárne, og að andagift og djúp-
liygli hafa Svíar helzt samlíkt Söderblom við hinn fræga
söguspeking sinn Erik Gustaf Geijer, sem var alt i senn:
ágætur sagnfræðingur, skáld, heimspekingur, mælsku-