Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 130
118
Jón Helgason:
Presiafélagsritið.
Þrátt fyrir alt það, sem nú liefir verið sagt um skarp-
ar gáfur og óvenjumikinn lærdóm Söderbloms, kom
það ærið flatt upp á marga, er hann vorið 1914 var
kvaddur heim frá kenslustörfum sínum í Leipzig, til þess
að setjast á erkistól Svíþjóðar. Bæði var það, að liann
liafði þá í tvö ár veriö erlendis, en þar við bættist, að
hann hafði fengið fæst atkvæðin þeirra þriggja, sem kom-
ið gátu til greina. En það var sjálfur konungur Svía,
Gústav V, mikill dáandi Söderbloms, sem ekki mátti ann-
að heyra, en að Söderblom yrði erkibiskup, þótt fæst
fengi atkvæðin, enda er konungur ekki bundinn við at-
kvæðagreiðsluna að öðru leyti en þvi, að einhver þeirra
þriggja, sem flest hafa fengið atkvæðin, verður að skipa
í embættið, en hver þeirra það verður, er alveg á valdi
konungs. En þar sem í ofanálag alkunna var, að Söder-
blom fylgdi rannsóknarguðfræðinni að málum og taldi
sig til lærisveina hins fræga þýzka nýmálaguðfræðings
A. Ritschl og hins sænska fulltrúa þeirrar stefnu, Pehr
Eklunds háskólakennara í Lundi, þá þólti ýmsum fylg-
ismönnum íhaldsstefnunnar í kristinsdómsmálum, bæði
í hópi presta og leikmanna, það miður farið, að erki-
biskupsembættið skyldi lenda í höndunum á slíkum ný-
mælamanni. Því var ekki trútt um, að Söderblom fengi
fremur kaldar viðtökur lijá sumum, er hann kom til
stólsins, bæði innan erkistiftisins og utan þess. En þess
meiri var ánægjan lijá hinum. Allir þeir, er þektu Söder-
blom, bæði sem mann, sem lærdómsmann, sem kennara
og prédikara, fögnuðu þessari embættisskipun og töldu
það ómetanlegt liapp fyrir sænska kirkju og kristni, að
jafn ágætur maður skyldi liafa valizt i þessa mestu
kirkjulegu virðingarstöðu á Norðurlöndum. Það kom þá
líka ærið fljótt á daginn, livert heillaráð hér hafði ver-
ið tekið af hinum hámentaða og gáfaða konungi, er hann
valdi Söderblom til þessarar stöðu. Þeim fækkaði fljótt,
að minsta kosti i erkistiftinu, er ömuðust við þessu kjöri,
en hinum fjölgaði dag frá degi, er sannfærðust um, að