Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 131
Prestaféiagsritio. Natlian Söderblom erkibiskup.
119
þar sem Söderblom var, hefði komið „réttur maður á
réttan stað“ sem erkibiskup, ekki sízt eins og timarnir
voru þá með styrjaldar-hörmungunum geisandi um alla
Norðurálfuna, með allri þeirri leysingu, sem það hafði
í för með sér nálega á öllum svíðum. Hér þurfti leið-
toga ekki síður á sviði andlegu málanna en liinna ver-
aldlegu. Og það reyndist brátt svo, að til að stýra and-
legu málunum var enginn betur fallinn en einmitt Nat-
han Söderblom. Jafnframt því að Norðurlandaríkin þrjú,
eftir Málmeyjarfund konunganna, bundu bandalag með
sér til varnar fullu lilutleysi sínu af heimsófriðnum, var
tekið að vinna að því, að kirkjur Norðurlanda byndu
með sér bandalag til samvinnu á sviði andlegu málanna.
En fyrir því gekst Söderblom erkibiskup öðrum frem-
ur. Og jafnskjótt og ófriðnum linti með friðinum í Ver-
sölum, gjörðist Söderblom einn af aðalhvatamönnum þess,
eins og skýrt verður frá hér á eftir, að kirkjufélög ó-
friðarþjóðanna byndu með sér bandalag til eflingar friði
og nánari samvinnu sín á milli án alls tillits til guð-
fræðilegra ágreiningsefna. Ýmsir þeirra, er áður liöfðu
verið i andstöðu við hann, fóru nú að gefa honum gaum
öðru vísi en áður, en við það opnuðust augu þeirra fyrir
þeim óvenjulegu andans, kraftarins og hjartans yfir-
burðum, sem hann hafði til brunns að bera. Sú mun
þá líka hafa verið orðin ærið einróma skoðun manna á
honum um Svíþjóð þvera og endilanga hin siðustu árin,
að ekki hafi lagt meiri ljóma af nokkurum öðrum erki-
biskupi Svía, og að ekki hefði sænska þjóðin haft meiri
sóma af öðrum en honum. En sama skoðunin á lionum
mun þá líka hafa verið orðin ríkjandi um allan liinn
evangeliska heim utan Svíþjóðar, eins og hún hefir
hljómað úr öllum áttum nú við lát lians, að þar væri
hniginn í valinn mesta mikilmenni gjörvallrar evange-
liskrar kristni á þessari öld.
Sem erkibiskup hefir Nathan Söderblom að sjálfsögðu
og fyrst og fremst orðið að láta kirkjumál þjóðar sinn-