Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 132
120
Jón Helgason:
Prestafélagsritlö.
ar til sín taka. Hann hefir þá líka orðið þar áhrifamað-
ur með afbrigðum, þrátt fyrir talsverða andúð framan
af af hálfu þeirra, er ekki gátu fylgt honum að málum
í guðfræðiskoðunum. Handbókar-endurskoðun hafði lengi
verið á döfinni með Svium, en erfitt reynzt að koma
henni i framkvæmd vegna rótgróinnar fastheldni margra
af prestum og leikmönnum við hið gamla. En Söder-
blom tókst að koma því máli farsællega í höfn 1917 í
tilefni af fjögra alda afmæli siðbótar Lúthers. Vera
má, að sú endurskoðun liefði orðið í sumu róttækari,
ef Söderblom hefði ekki orðið að taka tillit til þess anda,
sem ríkjandi var á „kirkjuþinginu“ sænska og vildi sem
fæstu breyta. Þó varð endurskoðunin mjög til bóta, en
án þeirrar brábæru lægni og lipurðar, sem erkibiskup
hafði til að bera, má gjöra ráð fyrir, að mörg umbóta-
viðleitni lians, sem þó lánaðist um siðir, hefði farið út
um þúfur. Einnig tókst honum að fá sænsku sálmabók-
ina (sem kend hefir verið við Wallin) endurskoðaða.
Var kominn tími til þess, þar sem nálega voru liðin
100 ár frá því er hún hafði verið innleidd. Meðal nýrra
sálma í bókinni eru nokkrir frumlcveðnir af Söder-
blom sjálfum, og að minsta kosti við einn þeirra („I
denne ljuva sommartid“) liefir hann einnig samið lagið,
enda var hann sögelskur með afbrigðum og lék sjálf-
ur ágætlega á hljóðfæri. Má því líka gjöra ráð fyrir, að
hann hafi haft nokkur áhrif á endanlega mynd sænsku
kirkjusöngsbókarinnar, sem löggilt var 1921. Yfir höfuð
var honum alt það, sem fegrað gæti guðsþjónustuna,
hið mesta áhugamál, og vildi hann því útrýma öllu ó-
fögru í tíðahaldinu. Loks samdi hann fyrir nokkrum
árum nýja barnalærdómsbók, sem liann nefndi „Lífernið,
trúin og bænin“ („Levnaden, tron och bönen“. Stokk-
hólmi 1919), en ókunnugt er mér um, hvort sú bók hef-
ir verið tekin upp eða náð útbreiðslu, því að á þeim árum
nálega rigndi niður nýjum barnalærdómsbókum í Sví-
þjóð. I öllu þessu kemur i ljós hinn næmi skilningur