Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 133
Prestaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup. 121
hans á kröfum tímans. Fljóttaldar eru líka þær greinar
kirkjulegrar safnaöarstarfsemi, sem ekki eignuðust á-
hugasaman stuðningsmann, þar sem Söderblom var. Á
trúboðsstarfi með heiðnum þjóðum hafði hann mikinn
áhuga,enda var hann of kunnugur öllumenningarástandi
með þeim og of ríkur að mannkærleika til þess, að hon-
um gæti dulizt, hver nauðsyn væri á því að gróðursetja
með þeim lifsskoðun kristindómsins, svo glöggsýnn sem
hann var á dásamlega yfirburði hennar yfir allar aðrar
lífsskoðanir og ótvírætt menningargildi. Sem fyrverandi
sjómannaprestur lét hann sér mjög ant um sjó-
manna trúboðið og studdi það með ráðum og dáð. Einn-
ig var honum hið mesta áhugamál alt kristnihald sam-
landa hans, er dvöldust erlendis, vann að myndun safn-
aðarfélagsskapar með þeim, útvegun presta handa þeim,
og byggingu kirkjuhúsa. Loks lét hann margháttaða
líknarstarfsemi innanlands til sín taka og lét sér alls-
yfir hugarhaldið um hverja þá starfsemi, er var knúð
fram af kristilegum og kirkjulegum áhuga og mið-
aði að því tvennu, að gjöra Jesú Krist dýrlegan og
mennina gæfusamari. Hann hafði líka alveg sérstakt
lag á að fá menn til að leggja fram fé til guðs-
þakka, svo að hann hefir jafnvel (nú við lát hans) ver-
ið kallaður (þó ekki í niðrunarskyni) „mesti betlari
sænsku kirkjunnar“. Hafa óhemju upphæðir safnast til
guðsþakkarstarfsemi fyrir tilmæli hans og örfandi áskor-
anir. Og þá mega bágstaddir söfnuðir og kirkjufélög í
öðrum löndum á neyðartímum síðasta mannsaldursins
minnast hjálpar hans þeim til lifs og viðréttingar efna-
lega. —
En svo víðáttumikið sem verksviðið var heima fyrir,
þá gat viðfeðmur andi Söderbloms ekki látið þar staðar
nema. Hugur hans dróst langar leiðir út yfir vébönd
ættjarðarinnar. Það hafði viljað svo til, að sama árið,
sem hann tók sæti á erkistólnum í Uppsölum, hófst hin
ægilega heimsstyrjöld, sem allur heimurinn ber menjar