Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 134
122
Jón Helgason:
PrcstalélagBritið.
af enn í dag, svo að hann stynur undir afleiðingum henn-
ar. Manni með lijarta og trúarhugsjónir Söderbloms gat
ekki orðið það annað en óbærilegt lirygðarefni að sjá
kristnar þjóðir taka að berast á banaspjót í taumlaus-
um ofsa haturs og grimdarhugar. Honum duldist ekki,
að engum var það skyldara en kirkju friðarhöfðingjans
guðdómlega að hefjast hér handa og sinna því verkefni,
sem ómótmælanlega var hér fyrir hendi: að vinna að
einingu kirkjunnar, svo að uppfyllast mætti bæn frels-
arans, „að þeir verði allir eitt“. Ungur liafði Söderblom
fengið ást á þessari háleitu trúarhugsun, er hann á al-
þjóðafundi í Amsterdam kyntist fyrst hinni kristilegu
ungmennafélagshreyfingu (K. F. U. M.) og nokkuru sið-
ar hinni kristilegu alþjóðastúdentahreyfingu. En aldrei
varð honum augljósari nauðsynin á að leiða í fram-
kvæmd þessa dýrlegu trúarhugsjón en þá, er ófriðar-
hörmungarnar skullu yfir. Og frá sömu stundu var sem
hann fyndi hjá sér guðlega köllun til þess að helga fram-
kvæmd hennar krafta sína. Hann hafði þá líka betri skil-
yrði en flestir aðrir til þess að gjörast forgöngumaður
friðarhugsjónarinnar með ófriðarþjóðunum, þar sem hann
sjálfur tilheyrði þjóð, sem lýst liafði yfir algjörðu hlutleysi
sínu, stóð í persónulegu sambandi við fjölda manna meðal
ófriðarþjóðanna og liafði til hrunns að bera fádæma
kunnugleika, auk þess sem liann vegna stöðu sinnar og
álits gat fremur en aðrir gjört sér vonir um, að eitthvert
tillit yrði tekið til orða sinna. Og liann lét ekki staðar
nema við bollaleggingar einar, lieldur liófst handa „í
þeirri trú, sem trúir á liið ómögulega, af því að hún
trúir á Guð“. Öll ófriðarárin lét Söderblom ekkert tæki-
færi ónotað til þess að bera sáttaorð á milli ófriðar-
þjóðanna, og þótt málaleitanir lians í fyrstu fengju ein-
att lítinn hyr og ýmsir kölluðu þær tilraunir firrur ein-
ar, þá fékk slikt engin álirif á trúarlega bjartsýni hans.
Hins vegar létu margir sér skiljast, að liér talaði mað-
ur, sem taka bæri tillii til og sjálfkjörinn væri til for-