Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 135
Hrestaféiagsritið. Natlian Söderblom erkibiskup. 123
ystu á því sviði, enda varð hann af þessum tilraunum
sínum heimsfrægur maður áður en laulc.
Eins og þegar er skýrt frá, hafði Söderblom meðan
ófriðarliörmungarnar geisuðu, fengið Norðurlandakirkj-
urnar til að binda með sér bandalag til andlegrar sam-
vinnu. En jafnskjótt og friður var kominn á, gjörðist
hann einn af aðalhvatamönnum að stofnun heims-sam-
bands (World Alliance) til að vinna að nánari kynnum
með kirkjufélögum heimsins, er verða mættu til þess
að koma á nánari samvinnu með þeim á grundvelli liinn-
ar kristilegu einingar-liugsjónar, en án alls tillils til játn-
ingamismunar og frábrigðilegra trúarliugmynda og útlist-
ana þeirra. Það sem öllum kristnum kirkjum er sameig-
inlegt var í hans augum margtfalt þungvægara en hitt,
sem skildi þær að. Hinn kristilegi andi, er birtist i liugar-
fari og hegðun, væri hinn sami innan allra kristinna
kirkjudeilda og félaga.
Nokkuru áður en ófriðurinn liófst, Iiafði biskupakirkja
Bandaríkjanna í Vesturheimi tekið á stefnuskrá sína
hugmyndina um samvinnu allra kristinna kirkjudeilda
um víða veröld, og árið 1910 hafði alment kirkjuþing
í Cincinnati samþykt tillögu tun að leita samvinnu og
félagsskapar við alla þá, er „viðurkenna drottin Jesúm
Krist sem frelsara heimsins“, og fá þá til að taka þátt
í alheimsþingi um kristindóms- og kirkjuntál. Tilgang-
ur þessa alheimsþings átti að vera sá, að taka til at-
lnigunar þau ágreiningsatriði í trúarefnum, játningum
og kirkjuskipun, sem nú skifta flokkum, til þess að koma
á kristilegri einingu, er aftur gæti leilt til endursamein-
ingar kristninnar. Eftir fjögra ára undirbúningsstarf var
loks nefnd kosin til þess að ferðast um Norðurálfu og
gjöra mönnum kunnar þessar einingarhugmyndir Ame-
ríkumanna. En vegna ófriðarins varð ekki af því ferða-
lagi fyr en 1919. Meðal þeirra kirkjuhöfðingja, sem
nefndin sótti heim, var, svo sem að líkum lætur, erki-
biskup Svía, sem tók nefndinni ágætlega, og lofaði að
*