Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 136
124
Jón Helgason:
Prestaféliigsritið.
tilnefna 6 menn sænska, til þess ásamt sér að mæta á al-
lieimsþingi, er halda skyldi á næsta ári i Geneve. Það
kirkjuþing var lialdið dagana 12.— 19. ágúst 1920 og til-
gangur þess var sá, að vinna að sameiningu allra krist-
inna kirkna „á grundvelli [sameiginlegrar] trúar og
kirkjuskipunar“ („Union of faith and order). En þótt
Söderblom hefði fulla samúð með þessari kirkjulegu
hreyfingu, þá lét hann hana þó aldrei neitt verulega til
sín taka. Hann leit sem sé svo á, að hin kirkjulega ein-
ing, sem hann þráði svo innilega og vildi vinna að, yrði
að grundvallast á einingu i tilbeiðslu og starfi (Life and
work), fremur en á einingu að því er varðaði trúarjátn-
ing og kirkjuskipun. Hugmynd þessi var að visu einnig
runnin frá Vesturheimi og þar hafði maður einn ágætur,
dr. Lynch, barist fyrir henni og orðið talsvert ágengt.
M. a. hafði hún fallið í Iiinn bezta jarðveg hjá Söderblom,
sem verða skyldi aðalmerkisberi hennar á komandi tíð.
Þegar nú hin hreyfingin hafði áformað að efna til kirkju-
þings í Geneve 1920, varð það að samkomulagi, að skot-
ið yrði á undirbúningsfundi til skrafs og ráðagerða á
undan kirkjuþinginu, til þess að taka ákvörðun um hvað
gjöra skyldi við þessa hugmynd dr. Lynch’s, hvort leggja
skyldi hana til hliðar eða reyna að koma henni í fram-
kvæmd með því að efna til „allsherjar kirkjuþings“, þ.
e. kirkjuþings fyrir allan hinn kristna heim (ökumenisk
Koncil). Á þessum undirbúningsfundi fékk hugmyndin
þann stuðning af hálfu Söderbloms, sem munaði um.
Hann hélt því fram með miklu sannfæringarvaldi að
drottinn hefði beint boðið lærisveinum sínum að starfa
að því, að eining kæmist á. En hugsun hans hefði ekki
verið sú, að þeir yrðu allir eins, heldur allir eitt; á ein-
drægni og samlyndi ætti eining þeirra að grundvallast. Nið-
urstaðan varð sú, að fundurinn samþykti að undirbúa á
næstu tveim eða þrem árum allsherjar kirkjuþing, er
hefði að markmiði, ekki það að breyta kirkjunum, held-
ur að safna þeim saman til drotni helgaðs samstarfs, svo