Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 137
Preitaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup. 125
að andi hans gæti orðið rikjandi bæði í sambúð þjóð-
anna sín á milli og i lifi hverrar þjóðar fyrir sig. Bjóða
skyldi öllum kristnum kirkjum hluttöku i allsherjar-
þinginu. Það var hvorttveggja, að enginn hafði stutt
þetta mál með meiri krafti en Söderblom erkibiskup,
og hann meira að segja boðið fram Uppsali til fundar-
haldsins, enda varð Söderblom til þess að koma sam-
þykt þessari í glæsilegri framkvæmd, en nokkurn fund-
armanna hafði dreymt um, nema ef til vill liinn djarf-
huga og bjartsýna erkibiskup sjálfan. Og allur undir-
búningur þingsins, sem útheimti meira en meðalmanns
krafta, lenti, að heita má, á herðum þessa eina manns.
Til þess að koma því í framkvæmd þurfti bæði trúar-
legan eldmóð og óþrotlega elju, en það hvorttveggja
hafði Söderblom erldbiskup til að bera i ríkum mæli.
Erfiðleikar urðu á vegi hans, svo sem að líkum lætur,
en hann vann sigur á þeim öllum. Með óhemjuþreki
og elju tókst honum að stefna til þessa allsherjar
kirkjuþinghalds kristnum mönnum af hinum gjörólík-
ustu þjóðernum, tungumálum og trúarskoðunum, og gjöra
að engu allar hrakspár hinna og þessara spekinga, sem
töldu hugmyndina firrukenda og óframkvæmanlega. Sú
hugarkend, sem birtist í orðunum: „Þér eruð af öðrum
anda en vér“ fékk hvergi að komast að. Söderblom lét
sér það eitt nægja, að menn viðurkendu Jesúm Krist sem
endurlausnara mannkynsins og vildu lifa og starfa í lians
anda. Að vísu dróst fundur þessi tveim árum lengur
en upphaflega hafði verið gjört ráð fyrir — til ársins
1925, en það orsakaðist af því, að það var á einskis
manns færi að vita, hve langan tíma undirbúningur ann-
ars eins þings tæki. Og þegar sýnt var, að aðsóknin yrði
eins mikil og hún varð, þótti réttast að halda þingið í
sjálfri höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, i stað þess að
halda það i smábæ eins og Uppsölum, þótt fornfrægur
væri.
Sjálfur var Söderblom lífið og sálin í kirkjuþingi