Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 138
126
Jón Helgason:
Prcstafélagsritið.
þessu. Mun láta nærri, að allar kristnar kirkjur verald-
arinnar æltu þar fulltrúa —- allar nema ein, rómversk-
katólska kirkjan. Ekki svo að skilja sem ekki væru ýms-
ir innan þeirrar kirkjudeildar, er liefðu fulla samúð
með slíku sameiningarstarfi og það á jafnbreiðum grund-
velli og hér var um að ræða. En Rómaborgarpáfi áleit
af frumtakslegum (principiellum) ástæðum, að ekki gæti
komið til mála, að sinna tilboði um þátttöku í kirkju-
þingi, sem gengist hefðu fyrir menn, sem ekki stæðu í
sambandi við Péturs lieilaga stól; því að þótt rómverska
lcirkjan vilji vera kaþólsk, þ. e. almenn, þá vill hún, að
það verði með þeim liætti, að aðrar kirkjudeildir gangi
lienni á hönd. Sameining kirkjufélaganna getur eftir
hennar skoðun ekki komist á, nema þau beygi sig í auð-
mýkt og hlýðni undir vald páfans. Vafalítið hefir Söd-
erblom þótt þetta miður farið, en hafi það orðið honum
vonhrigði að svo fór, þá hafa þau naumast húið lengi
í liuga hans. Því að glæsilegri sigur hafa fáir unnið
málstað sinum en Söderblom vann með allsherjar kirkju-
þinginu í Stokkliólmi. Þar vann hann það afreksverk,
sem lengi mun í minnum haft. Með því vai'ð öllum
heimi augljóst, hvert afarmenni Söderblom var, og
með því liefir hann ritað nafn sitt óafmáanlegu letri
í sögu kristinnar kirkju, sem nafn eins af mestu mönn-
um kirkjunnar síðan daga Lúthers.
Þegar erkibiskupinn í Kantaraborg heyrði fyrst get-
ið um þessa nýstárlegu kirkjuþingshugmynd, lét liann
svo um mælt, að tækist að koma þessari hugsun í fram-
kvæmd, þá teldi hann það mesta viðburðinn innan
kristinnar kirkju síðan daga kirkjuþingsins í Nikeu ár-
ið 325! Þó ekki hefði verið annað, en að þetta alls-
lierjarþing skyldi bera að höndum á 16 alda minning-
arári Nikeuþingsins, þá var það að vísu næg ástæða til
þess að minnast þessa fyrsta allsherjarkirkjuþings i
samhandi við Stokkhólmsþingið. En liér var fleira til
samjafnaðar. Einsog það var Konstantínus mikli, sem