Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 139
Prestaféiagsritíö. Nathan Söderblom erkibiskup. 127
setli Nikeuþingið forðum, eins varð nú sjálfur Svía-
konungur til þess að setja þingið í Stokkhólmi með hríf-
andi ræðu og bjóða velkonma þessa yfir 600 fulltrúa,
sem þar voru saman komnir. Hér skal nú ekki frekar
skýrt frá kirkjuþingi þessu, heldur vísað til þess, sem
áður hefir verið ritað um það í Prestafélagsritinu af
þeim tveimur fulltrúum íslenzkrar kristni, sem tóku
þátt í kirkjuþinginu.*)
Hér skal það að endingu tekið fram í sambandi við
það, sem liér hefir verið skrifað um Stokkhólmsþing-
ið 1925, að á engu sviði verður sviplegt fráfall Söder-
bloms tilfinnanlegra en þar sem er starf hans að ein-
ingu kristinnar kirkju. Til síðustu stundar lá það mál
lionum ríkast á lijarta og því hafði hann helgað krafta
sína í mörg ár og gjört það með þeirri elju og ósér-
hlífni, að segja má, að hann hafi slitið sér út á því
eða glaður fórnað lífi sínu fyrir það. Einmitt á því
sviði má gjöra ráð fyrir, að erfitt verði að benda á
nokkurn eftirmann — sízt jafnoka hans — til að halda
starfinu áfram. Og eins er liætt við, að forganga sænsku
kirkjunnar í þessum efnum sé á enda með fráfalli
Nathans Söderbloms.
Þegar á alt er litið, verður ekki annað sagt, en að
Söderblom erkibiskup hafi verið maður alveg einstak-
ur í sinni röð, sökum fjölhæfni og andans yfirburða,
og ölíum þeim hæfileikum búinn á háu stigi, sem prýtt
hafa mestu andans mikilmenni sögunnar. Hann var
maður fluggáfaður og allra manna fljótastur að átta
sig á hverju máli, sem fyrir lá, og að sjá 1 liendi sér,
hvernig við því skyldi snúast, auk þess sem liann var
stálminnugur bæði á hugsanir, sem fyrir honum höfðu
orðið í ritum eða liann liafði heyrt fram settar, og á
') Sjá ritgerðii- þeirra séra Bjarna dómkirkjuprests Jónsson-
ar og séra Friðriks Rafnars á Akureyri í Prestafélagsrifinu VIII
árg. (1926).