Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 140
128
Jón Helgason:
Prestafélagsrifiö.
persónur, sem hann hafði kynzt á lífsleiðinni. Hann var
eindæma viðlesinn maður og stálminni lians gjörði
honum létt um vik að krydda ræður sínar með tilvitn-
unum til orða annara andans stórmenna heimsbók-
mentanna. Hér hefir áður verið vikið að því, hvílíkur
fyrirlestrarmaður liann þótti, er hann hafði gjörzt há-
skólakennari í Uppsölum. Honum var yfirleitt óvenju-
létt um að koma orðum að hugsunum sínum og að
framsetja þær svo, að þær læstu sig inn í liugi áheyrenda
hans. Hann var glæsilega mælskur maður. Ég hefi
margsinnis hlýtt á Söderblom og tel hann hiklaust
mælskasta manninn, sem ég hefi hlustað á um dagana.
Sænskri tungu hefir löngum verið viðbrugðið fyrir
hreimfegurð, en aldrei fanst mér hreimur hennar feg-
urri en af vörum Söderbloms, hvort heldur var i ræðu
eða söng. Því að Söderblom var einnig söngelskur mað-
ur með afbrigðum og hafði fyrirtaks rödd sjálfur, sem
honum var ánægja að nota öðrum til uppbyggingar,
þegar svo bar undir, og stundum gat jafnvel komið hon-
um að góðu haldi til að sefa og friða þegar æsing var
í aðsigi. Þannig rekur mig minni til að hafa lesið það
fyrir nokkurum árum, hvernig Söderblom tókst með
söng sínum að sefa æsingar, sem urðu á verkamanna-
fundi i Stokkhólmi. Hann var sjálfur staddur á kirkju-
legum fundi, þegar honum var gjörð orðsending um
að koma og ávarpa verkalýðssamkomuna með nokkur-
um orðum. Þegar þangað kom var alt í uppnámi og
litlar horfur á, að þar fengist kyrð til að tala. En Söder-
blom var ekki ráðalaus, hann gekk að hljóðfæri á ræðu-
pallinum og hóf upp rödd sína. Við það slotaði liávað-
anum i salnum og alt varð hljótt. Menn híustuðu hug-
fangnir á söngvarann og siðan á tölu hans, og — sam-
koman endaði með friði og spekt. Það kom ósjaldan
fyrir, er hann á kirkjulegum fundum flutti erindi, sem
hann bjóst við að kynnu að þreyta álieyrendurna, að
hann gjörði hlé í miðju erindinu, bað menn um að syngja