Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 141
Prestaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup. 129
eitthvað, sem hann tiltók, og hóf sjálfur upp sína fögru
rödd sem forsöngvari. Að loknum söngnum hélt hann
svo áfram erindi sínu. Frú Söderblom skýrir frá því í
ágætri ferðasögu frá Ameríkuför þeirra hjóna 1923
(„En Amerikabog“, Stkh. 1925), liver feikna áhrif það
hafði á alla viðstadda í fyrstu veizlunni, sem þeim var
haldin í New York, er erkihiskup í miðri ræðu sinni, þar
sem hann var að minnast fyrstu komu sinnar til Vestur-
heims og þess er hann lieyrði Moody prédika og San-
key syngja á stúdentafundi i New Haven, alt i einu fór
að syngja sálminn fræga „The ninety and nine“. Áhrif-
unum, sem það hafði, verður varla með orðum lýst. —-
Á næstliðnum vetri var liann staddur á heimili skálds-
ins Karlsfeld, við útför þessa vinar síns látins. Þegar
að því kom, að líkkistan skyldi hafin út, gekk erkibisk-
up að líkbörunum, lióf upp rödd sína og söng einsam-
all sænskan útfararsálm: „Vi hliva utburna och söm-
nen er láng“. Það var augnabliks-liugkvæmni, sem erki-
biskupinn þarna gaf sig á vald við líkbörur látins vinar,
og þarf ekki að þvi að spyrja, hversu þetta hafi hrifið
þá er viðstaddir voru. „Einn af þeim 18“ (þ. e. félagi
i Sænska vísindafélag'inu) lét sér á eftir þau orð um
munn fara, að hann liefði aldrei orðið jafnhrifinn við
jarðarför og þarna.
Það kom sér ekki hvað sízt vel fyrir Söderblom
i starfi hans að eflingu liinnar kirkjulegu einingar, liví-
líkur tungumálamaður hann var. Hann talaði frakk-
nezku, þýzku og ensku eins og móðurmál sitt, og veitti
einnig auðvelt að koma fyrir sig orði á latinu. Að liann
hafi einnig verið vel að sér i Austurlandamálum, þyk-
ist ég mega gjöra ráð fyrir, svo mikil kynni sem hann
hafði af austrænum trúarbrögðum, enda hefði það ver-
ið næsta ólíkt honum að vilja kynnast þeim eingöngu
af úlleggingum annara á hinum helgu trúarheimild-
um þeirra. Sérstaklega er mér í minni erindi, sem hann
flutti í Frúarkirkju í Kliöfn sumarið 1929 á alþjóða
9