Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 144
132
Jón Helgason:
Prestafélagsritió.
starfað óskiftur áfram að vísindalegum rannsóknum
sínum og visindalegri bókagerð, þá verður það þó mjög
skiljanlegt, að hann tók þvi boði að gjörast erkibiskup
Svia, þótt af því lilyti að leiða, að hann yrði að hverfa
frá hinu, sem hann þó elskaði og var orðinn svo sam-
lífur. Kirkjan — kirkja Jesú Krists, og þar umfram alt
sú grein hennar, sem liann tilheyrði frá barnæsku,
sænska kirkjan, „fádernas kyrka“, átti hin mestu og
djúplækustu ítöku i hjarta hans. Henni vildi hann þjóna
og helga alla sína hæfileika, allan sinn lærdóm og alt
sitt líf. En það vildi liann gjöra vegna hins göfuga lilut-
verks hennar að flytja mönnunum hinn mikla boðskap
um hinn lifandi Guð og þá föðurlegu miskunn ogfyrirgefn-
ingu, sem hann sé fús til að láta mönnunum i té. Hon-
um duldist ekki, að mikið vantaði á, að kirkjan hefði
til fullnustu framkvæmt þetta hlutverk sitt, en hlut-
verkið væri jafndýrlegt fyrir þvi og skyldan að vinna
að þvi jafnótvíræð. Þeirri skyldu vildi hann ekki láta ó-
sint fyrir sitt leyti, enda má segja, að alt hans starf,
öll árin, sem hann sat á biskupsstóli, hafi verið helg-
að þessu mikla hlutverki að vekja kirkjuna til lifandi
og starfandi vitundar um hlutverk liennar og skyldur.
Söderblom elskaði lcirkjuna af því að hann af ein-
lægum hug elskaði hjálpræðið í Jesú Kristi og boð-
skapinn um það, sem kirkjan hefir að flytja syndþjáð-
um og friðvana sálum. Leyndardómurinn i gjörvöllu
lifi Söderbloms var hin bjargfasta trú lians á kærleika
Guðs opinberaðan í Jesú Kristi. Hann var, eins og' þeg-
ar hefir verið tekið fram, það sem hér á landi hefir
(venjulega i áfellisskyni) verið kallað nýguðfræðing-
ur, og þeirri stefnu hélt hann til dauðadags. Á náms-
árum sínum við háskólann hafði Söderblom ekki sið-
ur en margir aðrir stúdentar á þeim tímum átt við
ýmsa erfiðleika að stríða og meginerfiðleikinn verið
sá, hvernig takast mætti að samrima hvað öðru gömlu
trúna og nýju þekkinguna, án þess að til árekstrar