Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 145
Prestafélagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup. 133
leiddi og eitthvað af verðmætum hinnar gömlu trúar
glataðist. Segir hann sjálfur frá því í einu af ritum sín-
um („Religionen och tiden“), að sá erfiðleiki hefði
horfið sér í frá þeirri stundu, er það skyndilega rann
upp fyrir sálu hans, að kristindómurinn væri meira
en bókar átrúnaður, — hann væri söguleg opinberun Guðs
í Jesú Kristi. Trúarvissa vor grundvallaðist á Guði sjálf-
um, sem birtist oss i persónu Jesú Krists. Að upp-
götvuðum þessum grundvelli trúarvissunnar veitti hon-
um auðvelt að varðveita gömlu trúna. Hann varð „nýr
guðfræðingur hinnar gömlu trúar“, (sem Theodor
Kaftan hefir kallað svo). Öll meginsannindi hinnar
gömlu kristnu trúar héldu fullu gildi sínu sem trúar-
sannindi, þótt hann skoðaði þau nú í nýju Ijósi og út-
listaði þau á nokkuð annan veg en áður hafði tiðkazt.
Þungamiðjan í allri guðfræði, trú og prédikun Söder-
bloms er krossinn þ. e. fórnardauði Jesú Krists vegna
mannanna. Þetta kemur hvergi betur fram en í hinum
ágætu föstuhugleiðingum („Kristi pinas historia"), sem
kom út fyrir nokkurum árum. Þar segir hann á einum
stað: „Kærleiki Guðs er sekt vorri yfirsterkari, efasemd-
um vorum yfirsterkari, mannlegri og ómannlegri eymd
vorri yfirsterkari. Kærleiki Guðs sneiðir ekki hjá neinu,
Guð sneiðir ekki hjá regindjúpi þjáninganna, til þess að
frelsa oss frá þeim og leiða oss inn í paradis. -—- Krossinn
sættir oss við Guð. Látið sættast viðGuð. Nemið stað-
ar hjá krossinum, heyrið kæruna á hendur yður, veit-
ið viðtöku friðþægingunni og endurviðreisninni. Lifið
sem nýir menn samkvæmt tilætlun Krists. Látið kross-
inn færa yður fyrirgefningu og nýja djörfung. Látið
árvekni yðar og bæn styrkjast við krossinn. — Söfn-
uður trúaðra manna heldur rakleitt til Golgata, fellur
þar fram og kyssir fætur frelsarans krossfesta og seg-
ir: Vér getum ekki annað en tilbeðið liátign þá, sem
hér blasir við oss: hátign hins krossfesta, hátign kær-
leikans, hátign hörmunganna, þar sem kærleikurinn