Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 146
134
Jón Helgason:
Prestafélagsritið
fórnfærir sér vor vegna“. Svipuð þessu var afstaða hans
til annara meginsanninda kristnu trúarinnar. En ég læt
mér nægja að tilfæra þetta, vegna þess að afstaða ný-
guðfræðinga til friðþægingarinnar hefir lengst af ver-
ið notuð af andstæðingum þeirra til þess þar að vega
að þeim. Eg hygg enda, að leyndardómur friðþæging-
arinnar liafi verið. Söderblom dýrlegasti þáttur trúar-
lifs hans, það sem hjarta hans nærðist af öllu öðru
fremur, jafnframt því sem bænin var honum sá staf-
ur, sem hann studdist við í öllu samlífi sínu við Guð
og frelsarann.Friedrich Heiler segir í áðurnefndri eftir-
mælagrein: „Lifandi samband við Guð var það and-
rúmsloft, sem hann lífði í og nærðist af. Hver, sem
kyntist honum nánar, hlaut að verða þess var, að hið
innilegasta bænarlíf var sú hin lifandi uppspretta, sem
hin visindalega snilligáfa (genialitet) hans á sviði á-
trúnaðarrannsóknanna nærðist af, og það er flutti hon-
um orkuna og þrekið til þess risavaxna starfs, sem hann
vann í þágu hinnar kirkjulegu einingar. Til bænarlífs
hans átti rót sína að rekja hið mikla hispursleysi lians,
alúð hans og auðmýkt, sem allir, er kyntust honum, jefn-
vel andstæðingar hans hlutu að róma“. Og af inniíegu
guðssambandi hans var einnig sprottinn mannkærleiki
hans, sem á svo háu stigi prýddi feril hans. Þessi mann-
elska hans gjörði honum svo hægt um vik að skilja alla,
sem hann átti einhver mök við, og gjöra sér þá liuglát-
sama hvar sem þeir voru settir i mannfélaginu. Hjálpfýsi
lians var nær þvi ótakmörkuð, hver sem í hlut átti. Sem
dæmi þess er sú saga sögð af honum frá prestskaparárun-
um í París, sem hér skal tilfærð: Einu sinni kom til hans
ung sænsk dansmær og tjáði honum vandkvæði sín.
Henni stóð til boða atvinna þar í borginni, en hana
vantaði fé til þess að kaupa sér föt, sem hún gæti
sýnt sig í á leiksviði. Hinn ungi prestur hafði ekki nægi-
legt fé handbært, en til þess að láta hana ekki frá sér
fara óbænheyrða, tók hann yfirfrakkann sinn, lánaði