Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 148
136
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
slíkt vinnukapp var hættulegt fyrir heilsu hans og líf.
Hann hlaut að slíta sér út á því meira en góðu hófi
gegndi. Honum duldist þaS þá ekki heldur sjálfum.
„Hin síSustu árin“ — segir Stadener hiskup (nú kirkju-
málaráSherra Svía) — „talaSi hann aftur og aftur um,
aS hann ætti ekki langt eftir ólifaS. En eins og alt eSlis-
far lians var, þá gat hann ekki unnaS sér hvildar, og
færSi sem ástæSu fyrir því, aS hann vissi dauSa sinn
geta aS höndum borið, þegar minst varSi. Hann þorSi
blátt áfram ekki aS slá á frest því, sem hann áleit drott-
in hafa faliS sér aS vinna aS“. Honum var þaS gæfu
hlutskifti aS mega slíta sér út í þjónustu kirkjunnar.
Og þaS gjörSi hann lílta. Fyrir 3—4 árum tók hinn si-
starfandi vinnuvíkingur aS kenna hjartahilunar, sem
og varS banamein hans sunnudaginn 12. júlí síSastliS-
inn. Hann hafSi daginn áSur orSiS aS leggja sig undir
uppskurS fyrir snert af garnaflækju, og uppskurSurinn
tekizt vel, svo aS læknar gjörSu sér góSar vonir um
bata. En degi síSar bilaSi hjartaS, og lífiS fjaraSi út
á nokkrum klukkutimum.
Er taliS eins dæmi, hve mikla hluttekningu fregnin
um sviplegt andlát Söderhloms vakti um gjörvallan
kristinn heim utan vébanda rómversku kirkjunnar,
enda hefir engin á vorum tímum veriS jafn áliuga-
samur og hann um einingu kirknanna og fengiS þar
jafnmiklu til leiSar komiS. Öllum, sem um hann hafa
ritaS látinn, kemur saman um, aS ekki hafi evangel-
iskri kristni veriS meiri eftirsjón aS nokkurum manni
en honum. BæSi dáendur og andstæSingar liafa keppst
um aS róma fagra og mikla mannkosti hans. Og heima
í SvíþjóS mun ekkert mannslát, síSan daga E. G.
Geijers, hafa vakiS jafn almenna hluttekningu og jafn
djúpa sorg landshornanna á milli.
Laugardaginn 18. júlí var Söderblom erkibiskup
jarSsunginn í Uppsala-dómkirkju meS feiknamikilli
viSliöfn í viSurvist konungs, ríkisarfa og tíu ættmenna