Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 149
Prestaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup. 137
konungs annara, og fjölda erlendra fulltrúa. Hann var
grafinn i sjálfri dómkirkjunni, undir kórgólfinu vi'ð hlið-
ina á Lárentíusi Petri, fyrsta evangeliska erkibiskupi
Svía. Yfir moldum hans talaði tengdasonur hans, Ingve
Briiioth, dómprófastur og prófessor í Lundi. Líkræða i
vanalegum skilningi var engin haldin. I stað þess voru
lesnar viðeigandi greinar úr ritningunni og kaflar úr ritum
erkibiskupsins sjálfs, annað ekki. Nafn hans nefndi ræðu-
maður aldrei. Yafalaust liefir þetta verið gjört eftir
ósk erkibiskups sjálfs. Um alla Sviþjóð var kirkju-
klukkum liringt á tímanum frá kl. 12—2, meðan á útför-
inni stóð. Og í öllum kirkjum erkistiftsins var fyrir-
skipuð hátíðleg minningarguðsþjónusta næsta sunnu-
dag. I Uppsaladómkirkjunni hafði þó minningarguðs-
þjónustan verið haldin kvöldið á undan útförinni.
Sem að líkum lætur meðtók Natlian Söderblom í lífi
sínu margvíslegan vott virðingar, aðdáunar og þakk-
lætis samtíðar sinnar bæði heima og erlendis. Níu er-
lendir háskólar kjöru hann heiðursdoktor í guðfræði,
þrír heiðursdoktor í heimspeki, tveir heiðursdoktor i
lögfræði,og einn heiðursdoktor í læknisfræði! í þrem-
ur þýzkum hæjum (Wartburg, Wittenberg og Eisenacli)
var hann kjörinn lieiðursborgari. Hann var félagi
sænska „Akademísins'1 („en af de aterton“ — einn af
átján, sem það er kallað) og heiðursfélagi í fjölda af
vísindafélögum um allan heim. Loks fékk hann frið-
arverðlaun Nobels á næstliðnum vetri og má líklegt
telja, að ekki hafi honum þótt vænna um nokkurn
heiður annan, sem honum veittist um æfina, því að þar
sá hann á fegursta hátt viðurkent það mikla starf, sem
hann hafði unnið í þágu friðar og eindrægni með þjóð-
unum, og helgað svo mikinn hluta æfi sinnar.
Eins og ég byrjaði minningarorð þessi með þvi að
tilfæra orð landkannaðarins fræga Svens Hedin, eins
vil ég Ijúka máli mínu með því að tilfæra orð frakk-