Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 151
Prestafélagsritið.
SÁLMUR.
Eftir Kjartan Ólafsson brunavörð.
Lag: „Hjartkæri Jesú, af hjarta ég þrái“.
Til þín, ó drottinn, sem börnin þín blíöu,
bænir vér flytjum í hljómandi söng.
Þú, sem ert ljósið á lífsliafi stríðu,
lýðanna styrkur í gleði og þröng.
Alstaðar nálægur náðugi faðir,
nær þínu hjarta vort barnslega mál.
Leiðtoginn ertu um aldanna raðir,
uppspretta og líf hverri gróandi sál.
Hjá þér, ó drottinn, er huggun að finna,
hjálpina beztu i sorgum og neyð.
Þú lievrir bænarmál barnanna þinna,
blessaði faðir, i lífi og deyð.
Almættishöndin þín ástríka bjarta,
öllum fær líknað um hauður og sjá.
Lífsins og sólnanna signandi hjarta,
sál vor þín leitar i brennandi þrá.
Frá þér, ó drottinn, er líf vorra ljósa,
ljóminn frá geislandi stjörnum og sól.
Frá þér er dýrð liinna daggprúðu rósa,
drottinn, sem vakir við mannanna ból.
Dásemd þín birtist um daga og nætur,
dreymir hvert frrækorn sitt eilifa lif.
Þú skilur blómið og barnið, sem grætur,
blessaði andi, vor máttur og hlíf.