Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 159
Prestafélagsritið.
E. A.: Trú og játning.
147
þýðingu. En skoðað bæði í ljósi kristilegrar lífsskoð-
unar og sögulegrar reynslu verður hin friðsamlega
menningarstarfsemi hennar að vera aðalmælikvarðinn
á tilverurétt hennar — menningarstarfsemi, sem reist
sé á víðsýni, sannleiksleitandi frjálslyndi og bróðurliug.
Ég vil taka þetta fram þegar í upphafi, svo að ljós
megi verða sá bakgrunnur, sem orð min hér eiga sér.
Mælikvarðann varð að leggja á kirkjuna, svo að greini-
legra mætti verða, hvort starfað sé nú á tímum þannig
af kirkjunnar mönnum, að tillit sé tekið til lians. Skal
ég siðar nánar vikja að þessu. Þegar ég sný mér að því,
sem skipar öndvegi í opinberum umræðum kirkjumála
vorra: hverju sé trúað og hverju sé játað, vil ég einnig
leiða þessi atriði þannig fram að afstaða þeirra og
gildi sjáist, þegar þau eru skoðuð og metin í kristileg-
um anda.
Það var víst á þeim dögum, sem hin svonefnda „nýja
guðfræði“ var að nema sér hér land, að einn málsvari
hennar talaði um trú Krists. Þetta vakti gremju með
þeim sem við var talað, en hann fylgdi hinni eldri guð-
fræðilegri skoðun. Honum fanst að hægt væri að tala
um trú mannanna yfirleitt, en ekki um trú Krists. Hann
liafi verið yfir það hafinn að eiga trú.
Eitthvað kann að vera eftir af svona löguðum gam-
al-guðfræðilegum skilningi, þótt mönnum muni al-
mennara nokkurn veginn ljóst, að trú Krists var sá
meginmáttur, er olli því, að hann var fær um að vinna
kraftaverk sin, að trú hans var sú lífsuppspretta, er
gjörði hann og gjörir enn fagran, göfugan og guðdóm-
legan — að trúarinnsýni hans hafi valdið því, að liann
hafi séð í gegnum tilveruna eins og tærasta vatn —
að þessi trúræna innsæisgáfa liafi fyrst og fremst veitt
honum skilyrði til að gjörþekkja föðurinn og vita vilja
hans og gjöra. Þorri manna mun og líta þann veg á nú
orðið, að trú Krists á mennina samfara guðstrú hans
hafi gjört hann að þeim hinum mikla mannvini, að hin
iu-