Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 160
148
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
um góða og göfuga bróðir þeirra og hjálpsama leið-
toga og óbilandi vini.
Svona var trú Krists, svona fögur og djúp og sjáandi.
Úr þessari djúpu tæru lind jós hann. Straumar henn-
ar hrestu og styrktu hann á lians erfiðustu augnablikum.
Þeir gjörðu hann voldugan, máttugan og Guði likan.
Trú hans var lífsstraumurinn milli hans og hins góða
máttuga Guðs, verunnar máttugu og kærleiksríku, er
hann nefndi föður sinn og föður allra manna.
Trú lians var því ekki aðeins fögur, djúp og sjáandi.
Hún var líka kærleiksrík. Frá þeim þætti trúarlífs hans
stafaði elska hans bæði til Guðs og manna.
Trú Krists var því lika auðug að elsku, bjartsýni og
umburðarlyndi.
Svona trú er elskulegt að eiga. Ekkert getur göfgað
mannlegan anda meira en svona trúarsýn.
Svona trú þurfa íslenskir kirkjumenn að eiga. Svona
þarf hún að vera trúin, sem lífgar og vermir og eflir
íslenzku kirkjuna til menningar og mannúðar dáða.
Yér vildum víst allir óska oss þess að eiga þessa trú.
En höndina á lijartað! Og mun þá ekki fæðast þessi
játning: Ég trúi, en lijálpa þú, drottinn, trúarleysi mínu.
Það hefir vist verið annar skilningur á trúnni, sem
vakti fyrir hinum gamalguðfræðilega sinnaða manni,
sem ekki gat látið sér skiljast, að Kristur hafi átt trú.
Hann hefir víst talið trúna vera sama og að telja eitt-
hvað rétt, hyggja eithvað satt. Það má segja að sú trú,
ef trú skyldi kalla, sé liugræn, en hún er ekki hjartræn.
Hún er niðurstaða vissrar starfsemi hugsunarinnar, án
þess að víst sé, að hún sé rétt niðurstaða. Hún getur
orðið að hálfdauðri játningu varanna, reikulli og fálm-
andi, og hún getur hins vegar orðið að hálfblindri öfga-
trú. Hún er ekki hjartræn, ekki andleg, ekki. lifræn.
Hún er bara hugræn. En því er nú þannig farið í verönd
trúarinnar og hins æðra lífs, að: