Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 162
150
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
höfund tilverunnar. Þar sem því siðræn þróun á sér
stað, er eitthvað verulegt af guðsríki.
Það er auðsætt af guðspjöllunum, að með þeim, sem
guðstrúin í anda Krists vaknaði og þroskaðist, vaknaði
og trú á Krist sjálfan. Samtíð hans, sú er átti hæfileika
til að veita trú hans og kenningu móttöku, hlaut að sjá
í fari hans eitthvað óendanlega mikið af veruleika guðs-
ríkisins, er hann boðaði. I persónu hans sá hún eitthvað
óendanlega mikið af Guði birtast sér, og í eðli hans og
persónu sá hún fegursta grun sinn og draum um fyllingu
mannlegs persónuleika vera orðinn að veruleika. Per-
sóna Krists, hann sjálfur, var því trygging fyrir því, sem
hann kendi. Traust á sér, einlægt og fölskvalaust, var
líka Kristi kært og virtist honum stundum ómissandi,
einlæg elska og ástríki annara vermdi og huga hans.
Þetta traust og þessi elska mannanna til hans var hon-
um hugljúf. Hans ástúðuga næma anda þyrsti eftir þessu,
og án þess fann hann og, að verk hans næði ekki
að sigra. En þessi afstaða mannlegra lijartna til hans
var honum nóg. Hann hirti ekki um að þjappa þvi lífi
saman í spennikufl trúfræðilegra játninga um sjálfan
sig né guðsriki.
Þannig var sambandið milli trúar Krists og kenn-
ingar. Slík var afstaðan milli trúar og játningar í frum-
mynd kristindómsins, lijá Kristi sjálfum.
Þetta einfalda og heppilega samband milli trúar og
játningar helzt samt ekki lengi. Meðal rita Nýja-testa-
mentisins má finna þess næg dæmi, að þessi afstaða
hefir raskast. Þar má finna ræturnar að játningum
hinna ýmsu kirkjudeilda. Þaðan má rekja upphafið að
hinum trúfræðilega þróunarferli kirkjunnar.
Það er nú alls ekki undravert, þótt hugsun manna
tæki brátt að fást við þær spurningar, er hinn sérstæði
persónuleiki Krists gaf tilefni til, og ennfremur þau
vandamál, er kenning hans um yfirheimslega hluti gat
gefið tilefni til. Hugmyndaflug manna og íhugunargáfa