Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 163
Prestafélagsritið.
Trú og játning.
151
féklc þar næg viðfangsefni og þau mjög heillandi og
aðlaðandi. En jafnframt þessum ástæðum má að sjálf-
sögðu rekja þessar staðreyndir til þess, að mönnum
er tamara og ljettara, að fást óhlutkent heldur en
hlutkent við hin mestu verkefni og vandamál. Það var
miklu auðveldara, að brjóta heilann og bollaleggja
um kristindóminn og höfund hans, heldur en fram-
kvæma kristindóm og leggja kapp á að líkjast Kristi. Og
þó var það hin siðræna þróun, sem Kristur vildi hrinda
af stað, en ekki hin trúfræðilega.
Hér er ekki tími til að lýsa því, á hvaða liátt og við
livaða sérstakar aðstæður ýmsar liinnar lielztu trúfræði-
setninga og trúfræðijátninga kirkjunnar eru til orðn-
ar. Það eitt væri nægjanlegt verkefni i mörg erindi. En
það er öllum guðfræðingum kunnugt, .að í allflestum
tilfellum eru þær til orðnar vegna sérstakra tímabund-
inna ástæðna. Þær eru því mótaðar af samtíð sinni og
þroska hennar eða vanþroska. Þær eru þvi tímabundnar
og takmarkaðar, en ekki algildar né eilifar. Hversu
mikil sannindi, sem í þeim eru fólgin, þá eru þær þó
ekki annað en tilraun — oft og einatt göfug tilraun —
takmarkaðra manna til að lýsa því, er þeim var
mikilsvert. Trúfræðisetningarnar og hinar trúfræði-
legu játningar eru því sögulegar heimildir að þróun
kristindómsins i ófullkomnum heimi. Sögulega séð
hafa þær því mikið gildi, en það er blátt áfram móðg-
un við frjálsa hugsun mannlegs anda, er keppir
fram til meiri þekkingar og víðtækari skilnings á
tilverunni, að eigna þeim drotnunarvald yfir sann-
leilcsleit og siðgæðisvitund manna skilyrðislaust.
Eitt verkefni þessa fundar, og liklega aðalverkefnið,
er að gjöra sér sem glegsta grein fyrir því, hversu víð-
tækt drotnunarvald trúfræðisetningarnar og trúfræði-
legu játningarnar hafi eða eigi að hafa í kirkju vorri.
Ég vonast til, að afstaða mín sé sæmilega ljós af því,
sem ég liefi tekið fram um þetta. En þar sem þetta mál