Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 164
152
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritiö.
er talsvert mikið liitamál og af því að framtíð íslenzku
kirkjunnar veltur mjög á því, hvernig það verður leyst,
vil ég eklci láta hér alveg staðar numið.
Ég byrjaði þetta erindi mitt á því, að leggja mæli-
kvarða á íslenzku kirkjuna. Það var hinn siðræni menn-
ingarmælikvarði. Hún varð að þekkjast af ávöxtum
sínum. Ég sýndi og fram á það, að íslenzka kirkjan
þyrfti að eiga friðarvé til þess að geta leyst af hendi
hlutverk sitt. Það varð að tryggja henni vinnufrið. En
það þori ég að fullyrða, að ekkert er þessu meira til
fyrirstöðu, en hið trúfræðilega sundurlyndi innan henn-
ar.
Ég er nú sjálfur svo umburðarlyndur og þoli líka svo
vel skvaldur tímans, að ég get tekið undir crindið, sem
danskur prestur og vinur íslenzku kirkjunnar hefir að
niðurlagsorðum, er hann ræðir um trúfræðilega fjör-
kippi í kirkjulífi voru siðustu árin. En erindið er svona:
„Lad det bryde, lad det gære,
stem ej Strömmen, taal dens Brag!
Den vil bære
Gröde til en Sommerdag".
Ég trúi á sumardag, ávaxtaríkt sumar fyrir íslenzku
kirkjuna. Ég trúi á það, þrátt fyrir hin trúfræðilegu
hretviðri; ég trúi á það af því, að meginþáttur hennar
er ofinn úr umburðarlyndu frjálslyndi og viðsýni, úr
ríkri þrá og allmikilli æfingu til að vinna að göfugri og
þjóðlegri menningu, og sigurglaðri rósemi þess, sem
vinnur að eilífum verðmætum.
Ég þekki sjálfur svo mikið til nútíma íslenzku prest-
anna, að ég þori að fullyrða, að það yrði all álitlegur
hópur þeirra, sem vildi fylkja sér um þessi atriði. Þeir
eru sannfærðir um, að friðarvé þarf að skapa kirkj-
unni, og þar sem þessi atriði, er ég nefndi, væru aðal-
atriðin, myndi það takast. Ég veit, að þeir skipa trúar-
setningunum ekki í öndvegið, en lúta því í þeim, sem
hefir gildi fyrir vora tíma. Til þess að tryggja einingu