Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 166
Prestafélagsritið.
ANDLEG BÚHYGGINDI.
Að vera góður búmaður er gott og gamalt islenzkt
hrósjrði. Það voru búmennirnir, sem altaf áttu gnægtir
gómsætra heyja handa hjörð sinni, livernig sem lét í
ári. —
Það var eigi meining mín með þessum línum að fara
að fræða um búhyggindi eða búskap í orðsins vanalegu
merkingu, ætlun mín var sú, að benda prestum og öðr-
um þeim, sem um andleg mál ræða eða rita, að til séu
einnig andleg búhyggindi.
Eins og prestar eru misjafnir búmenn á veraldlega
vísu, þá eru þeir það ekki síður andlega. Það sýna
ræður þeirra. Sumir eru fæddir ræðumenn, ræður
þeirra bera merki snillingsins, sem skapar nýtt og brýt-
ur nýjar leiðir. Þeir eru fæddir andlegir búmenn. Svo
koma hinir — því miður helzt til margir — sem elcki
eru fæddir undir stjörnu snillimenskunnar. Þeir eru
altaf að verða heylausir öðru hvoru. — Hugsunin verð-
ur ófrjó, málfærið þunglamalegt og líkingar óhittnar,
og þessvegna verður það, sem of oft hendir prestana, að
það, sem þeir vilja segja, rennur út í sand eftirtektar-
leysis og andlegs svefndrunga safnaðarins. Þetta verður
af því, að það er ekkert í framsetningunni, sem vekur,
hrífur menn með sér, frjóvgar og situr fast í hugum á-
heyrendanna. Vel orðuð setning, snjöll líking, smellin
smásaga eða hittinn vísuhelmingur nægir oft til að halda
athygli áheyrendanna vakandi, jafnvel þó um flókið
og þungskilið efni sé að ræða. Þetta ber ekki að skilja