Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 168
156
Þórarinn Þórarinsson:
PrestafélagsritiO.
tímaritum, allskonar bókum og bæklingum — einstak-
ar setningar, líkingar, smásögur, dæmisögur, ljóð og
ljóðabrot. Einn kafli samtínings þessa fjallaði t. d. um
kærleika Guðs, annar um miskunnsemi hans, þriðji um
réttlæti og fjórði um trúfesti Guðs o. s. frv. Enn voru
kaflar um trúna, um vonina, um kærleikann, um heim-
inn og um manninn o. s. frv. Öllu var hér skipulega
raðað niður, svo að engan tíma tók að fletta upp á því,
sem maður vildi sjá.
Presturinn sagði mér, að þegar hann væri að semja
ræðu og ætlaði sjer að tala um eitthvert ákveðið efni,
t. d. kærleikann, þá væri það sitt fyrsta verk, að gá
í þetta safn sitt og sjá, livað hann hefði þar ritað upp
um kærleikann, og liann sagðist óhikað nota alt það í
ræðu sína, sem fallið gæti þar inn í. Og hann sagði bros-
andi, að það, sem hann hefði fengið að láni, væri oft
það snjallasta í ræðum sínum.
„Og það er eins“, sagði hann, „jafnvel þó að ég
noti ekkert úr safni minu, þá hefi ég gagn af þvi samt.
Við lestur þess frjófgast andi minn, mínar eigin hugs-
anir verða örari og skýrari, og mér kemur oft ýmislegt
til hugar, sem annars hefði legið óhreyft og ónotað í
undirvitund minni“. —
Væri ekki gagnlegt fyrir íslenzka presta að safna
svona í sarpinn? Að vísu er þetta dálítil fyrirhöfn, en
sú fyrirliöfn mun borga sig.
Á erlendum málum eru til ýms slík söfn, sem áreiðan-
lega gætu orðið prestum til mikils gagns. Söfn þessi
gætu verið einskonar andleg búfræði fyrir presta og
kent þeim að vinna sjálfir að slíku safni. Þvi að auð-
vitað verður eigið safn miklu notadrýgra heldur en
þau, sem fengin eru mönnum í hendur. í sitt eigið safn
setja menn ekki annað en það, sem þeir vildu sjálfir
sagt hafa.
Áður en ég lýk máli mínu, vil ég henda á nokkur
slík erlend söfn, sem ólxætt mun vera að mæla með: