Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 172
160
Sigurbjörn Á. Gíslason:
Prestaíélagsritiö.
að fyrsta elliliælið á Islandi hafi verið á Miklabæ í Ós-
landshlið, norður í Skagafirði.
1 þessum sama þætíi segir frá því er Þorvarðr liinn
kristni Spak-Böðvarssou, hóndi i Ási við Hjaltadal, bjarg-
aði snauðum mönnum, er Svaði á Svaðastöðum ætlaði
að veita grimman dauða i þessum sömu harðindum. Eru
báðar frásögurnar glögg dæmi þess hvernig farið var
með munaðarleysingja og farlama fólk hjá lieiðnum for-
feðrum vorum, hvernig farið var með þá fram á vora
daga hjá heiðnum „nágrönnum“ vorum við Angmagsa-
lik og Kap York á Grænlandi og hvernig farið er með
þá enn í dag lijá heiðingjum i Mið-Afriku og enda viðar.
Þér munuð fiest kannast við söguna um feðgana þrjá:
Bóndi bar farlama föður sinn á bakinu út i skóg; er
hann hafði skamt farið, varð honum litið við og sá þá
að ungur sonur hans kom á eftir. „Hvað ert þú að
fara?“ spurði hóndinn stuttur í spuna. „Ég ætla að sjá,
livar þú lætur liann afa minn, svo að ég viti hvar ég
á að láta þig, þegar þú ert orðinn gamall“, svaraði
drengurinn.
Svipuð saga gæti gerst enn í dag viða í Mið-Afriku.
Sumar ókristnar menningarþjóðir Asíu, sem leggja
hina mestu álierzlu á auðsveipni og umsjá harna gagn-
vart foreldrum sínum, skifta sér samt lítið eða ekkert
af því þótt barnlaus gamalmenni fari á vergang og far-
ist af sulti eða illum aðhúnaði.
Mannúðarleysi við munaðarleysingja virðist svo sam-
gróið syndspiltu manneðli, að kristindóminum sjálfum
hefir gengið ótrúlega og sorglega seint að kenna sanna
mannúð þjóðunum, sem þó játa kristna trú. Virðist
stundum sem hver ný kynslóð verði að læra mannúð á
nýjan leik.
Öll líknarstarfsemi liefir að vísu aldrei aukist jafn-
alment og hraðfara eins og undanfarin 100 ár, og þó hrest-
ur víða mjög á, og flest munum vér minnast einhverra
gamalmenna, sem sátu vinasnauð í horni kaldrar bað-