Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 174
PrestalélagsritiS.
Ellihæli.
161
stofu eða í lélegu kjallaraherbergi, þar sem lítið var
um sólargeisla i tvöfaldri merkingu. Þau áttu raunar
ekki á hættu að vera borin út i skóga til villidýra eða
vera lokuð úti i stórhríðum, en við ófrið og kulda bjuggu
þau, og margoft var það manna sök hvað hinztu árin
þeirra urðu afar raunaleg.
Ellihælin, sem reist hafa verið um öll kristin lönd og
víðast þar, sem kristin trú hefir verið boðuð undanfar-
in 100 ár, hafa reynt að bæta úr því, en þau eru samt
engan vegin ætluð fátækum einstæðingum einum eða
eingöngu þeim gamalmennum, sem þurfa fátækrastyrk;
þau eru jafnhhða ætluð öðru öldruðu fólki, sem að vísu
á sæmileg efni og aðstandendur, en leiðist hávær börn
og aðkeypt aðstoð, og kýs heldur þá ró og kyrð og sam-
búð við jafnaldra, sem góð ellihæli veita.
Elztu ellihælin hér í álfu, sem ég veit um, voru stofn-
sett af einstökum efnamönnum eða sérstökum stétta-
félagsskap og voru ætluð alveg sérstökum gamalmenn-
um.
Ég hefi t. d. komið i veglega stórbyggingu í Danmörku,
sem dönsk prinsessa gaf árið 1735 til uppeldis ógiftum
rosknum aðalskonum; fylgdu þeirri höll svo miklar jarð-
eignir, að um 450 aðalskonur gátu fengið góðan stuðn-
ing af afgjaldinu, en ekki bjuggu í höllinni sjálfri nema
11 eða 12 rosknar aðalskonur, er ég kom þar.
Ýms iðnaðarfélög reistu og ellihæli fyrir iðnaðarmenn,
útgerðarmannafélög fyrir sjómenn o. s. frv.
Sumir kristnir söfnuðir hafa fyr og síðar annast sjálf-
ir öll fátækramál sín og ætlað þá gamla fólkinu sér-
stök hæli. Er Bræðrasöfnuðurinn þýzki, eða „Herrnhút-
ar“, kunnastur í þeim efnum. Á þar hver söfnuður
„bræðrahús“ og „systrahús“ og deild i báðum fyrir aldr-
að fólk.
Eins og þegar er vikið að, hefir ellihælum stórfjölg-
að undanfarin 100 ár.
Ýms kristileg líknarfélög fóru þar á undan, en eftir
n