Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 175
162
Sigurbjörn Á. Gíslason:
Prestalélagsrltlft.
því sem skipulag hefir batnað á fátækramálum þjóð-
anna — og það er furðu skamt síðan — hefir þeim bæj-
arfélögum og sveitarfélögum stórfjölgað, er sjálf reistu
sérstök eliihæli, handa gamalmennum, sem fátækrahjálp
þurftu. — Áður lá ekki annað fyrir þvi fólki, en eitt af
þrennu: flakk, „niðursetning“, oftast hjá þeim, sem
minst meðlag heimtaði, eða „fátækrahúsið“, þar sem
öllu „vandræðafólki“ var ráðstafað og stjórn öll harla
misjöfn.
Skoðanamunur er nokkur um það, hvort heppilegra
sé, að þessi ellihæli séu stofnuð og rekin af fátækra-
stjórnum bæja og sveita eða af einstökum líknarfélög-
um eða söfnuðum.
Mælir sitt með hvoru. Bæjarfélög hafa að jafnaði meiri
fjárráð en einstök félög fárra manna til að koma upp
vönduðu húsi, og þegar þau annars vegar þurfa að sjá
hundruðum manna farborða, en hafa hins vegar litla
tryggingu þess að hæli einstakra manna geti tekið þau
öll, þá er eðlilegt og sjálfsagt að borgarstjórnir reisi
ellihæli.
En þau þykja dýrari i rekstri að öðru jöfnu, enda
njóta þau hvorki sjálfboðastarfs né gjafa, sem hæli
líknarfélaga njóta.
Ennfremur fer það víða svo, að ellihæli sveitarstjórna
verða að meiru eða minna leyti „vandræðaheimili“, þang-
að látið fólk um stundar sakir a. m.k., sem enginn vill
hýsa og fátækrastjórnir eru í vandræðum með.
Hefi ég séð einkum kvartað yfir þvi í Svíþjóð, að fá-
tækrastjórnir láti stundum erfiðustu fávitana á ellihæli,
og þótt sjaldnast sé það nema um stundar sakir, þá þyk-
ir það litil heimilisbót.
Erlend reynsla sannar og að gamalt fólk, sem ekki þarf
fjárhagsstuðning sveitarstjórna, forðast þau ellihæli, sem
sveitarfélagið rekur. Aðalástæðan líklega sú, að það býst
við að þá mundi almenningur telja sig „þurfaling“.
Loks hafa ellihælin, sem liknarfélög standa að ríkara