Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 176
Prestafélagsritið.
Ellihæli.
163
aðhald en hin með að sýna aldraða fólkinu nærgætni
og alla alúð. Framtíð þeirra er háð aðsókn og stundum
gjöfum, sem aftur fer eftir vinsældum og vinsældir eft-
ir þeim vitnisburði,sem liælið fær hjá vistmönnum.
Hins vegar geta sveitarstjórnir ráðstafað fólki í „opin-
beru“ hælin hvað sem vinsældum líður, og hvort sem
viðkomendur kjósa eða ekki. Auðvitað fer samt oft mjög
vel um aldrað fólk í þessum hælum, af því að starfs-
fólkið er nærgætið og skilningsgott á hagi ellinnar.
Fyrsta ellihælið, sem ég skoðaði verulega var í Vejle
í Danmörku. Umhverfi þess var unaðslegt og húsið sjálft
mjög myndarlegt stórhýsi, reist og rekið af borgarstjórn-
inni. — En fólkið, sem ég átti tal við, var mjög óánægt
og hlífðist ekki við að segja mér, erlendum ferðamanni,
frá því. Man ég sérstaklega eftir gömlum hjónum, sem
sögðust hafa verið látin þangað sárnauðug og bárust
lítt af.
Ég hafði ekkert tækifæri til að kynna mér á hvaða
rökum þetta var reist, og veit nú af reynslunni, að það
er stundum lítið að marka hvað ferðamaður heyrir um
leið og hann „fer um hlaðið og fær sér að drekka“.
Ég var trúgjarnari þá en nú og hugsaði um leið og
ég fór út úr þessu stórhýsi: „Já, ekki langar mig til að
styðja að því að svona hæli verði reist á lslandi“.
En það ber ekki alt upp á sama daginn.
Níu árum síðar dvaldi ég 3 eða 4 vikur i næsta húsi
við allstórt ellihæli vestur i Kanada þar sem voru um
50 aldraðir landar mínir.
Með örfáum orðum ætla ég að minna á sögu þess áð-
ur en ég segi frá hvernig mér leizt á það.
Kvenfélagið íslenzka í fjTsta lúterska söfnuði Winni-
pegborgar átti þar upptökin. Það safnaði fé í ellihælis-
sjóð i mörg ár, en sóttist nokkuð seint, eins og oft vill
verða meðan ekki er farið að nota féð sem safnast. Árið
1913 eða 1914 afhenti það kirkjufélaginu lúterska og ís-
n*