Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 178
Prestafélagsrltið.
Ellihæli.
165
verið aðalveitinga- og gistihús á Gimli, hefir það síðan
verið aukið og endurbætt og tekur yfir 60 vistmenn. 1
þessu húsi voru vistmennirnir, er ég kom að Gimli
sumarið 1918.
Ég kom að Gimli um kvöld og morguninn eftir var
það fyrsta verk mitt að heimsækja gamla fólkið í Betel.
Það sat allmargt á palh eða lágum svölum hússins og
naut veðurblíðunnar.
„Hvernig hefir ykkur liðið hér í Vesturheimi, og hvern-
ig líður ykkur hérna í Betel?“ spurði ég, er ég hafði
heilsað.
„Og það hefir nú margt misjafnt drifið á dagana“,
svaraði einhver í hópnum, „en nú erum við komin í þessa
blessuðu Paradís, þar sem allir keppast við að sýna okk-
ur alúð og kærleika“. „Já, það má nú segja“ tóku ýms-
ir hinna undir.
Næstu vikur var ég daglegur gestur í Betel og átti
tal við heimilisfólkið, bæði margt í einu og undir fjög-
ur augu, en heyrði aldrei annað en þetta sama: þakk-
læti við Guð og menn fyrir þessa stofnun, en baktal og
umkvartanir varð ég ekki var við. Og það sem mér
þótti einna vænst um að sjá, var að nærgætni og hjálp-
semi kom í Ijós bæði hjá vistmönnunum innbyrðis og
starfsfólkinu. Man ég þá sérstaklega eftir tveimur göml-
um mönnum, sem oft voru saman; var annar þeirra
blindur og hinn nærri heyrnarlaus. Blindi maðurinn hélt
þá í treyju þess heyrnardaufa, en þegar ég talaði við þá,
hrópaði sá blindi i eyra hins alt það sem ég sagði. —
Líklega hefir þá ekki grunað að þessi hjálpsemi þeirra
studdi meir en litið að því að fyrsta meginreglan, sem
sett var stærsta ellihæli íslands nokkru siðar var þessi:
„Berið hvers annars byrðar“.
Ekki var ég í neinum vafa um það, að morgunbæn-
irnar og borðbænirnar áttu drjúgan þátt í samlyndinu
og ánægjunni, sem ríkti i Betel.