Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 179
166
Sigurbjöm Á. Gíslason:
Prestafélagsrltlð.
Minnist ég þá umsagnar tveggja roskinna karlmanna í
Betel, er báðir töluðu við mig í einrúmi um þetta atriði.
Annar þeirra mælti: „Ég er nú únítari og var alveg
óvanur þessum guðsorðalestri fyr en ég kom hingað,
en ég kann ekkert illa við hann, og svo sé ég að hann
bætir lundarfar kerlinganna“.
Hinn sagði: „Það gengur einhvern veginn svo, að þótt
maður sé hálfergilegur við einhvern, þá hverfur það um
leið og við bjóðum hvert öðru „góðar stundir“ með
handabandi eftir morgunbænirnar“. — —
Þessi viðkynning mín við Betel á Gimli vakti hjá mér
löngun til að styðja eitthvað að stofnun ellihæla á Is-
landi og síðan hefi ég jafnan leitast við i utanförum að
kynna mér þau ellihæli, sem ég gat náð til, og hefi séð
þar margt bæði til eftirbreytni og varnaðar.
Meðal annars hefi ég lært af þeim heimsóknum og
níu ára starfi sjálfs mín að ellihæli í Reykjavík það, sem
hér skal talið:
Ellihæli þurfa að vera vönduð og rúmgóð. Því vand-
aðri húsakynni því hægra að koma við fullum þrifnaði
og kenna hann þeim, sem þess þurfa, og þess minni við-
brigði fyrir þá, sem góðu eru vanir í því efni. Búast
má við að vistmenn komi úr ólíku umhverfi og séu ó-
líkir um flest nema árafjölda. Sumir hafa t. d. aldrei
vanist kerlaugum, hrákaílátum né opnum gluggum og
þekkja varla aftur gamla stólinn sinn, þegar búið er að
skafa hann og þvo. Vönduð húsakynni og góður húsbún-
aður hefir furðu fljót og góð áhrif á það fólk.
Einbýlis og tvíbýlisstofur allmargar og nokkrar stór-
ar sjúkrastofur eru alveg nauðsynlegar, sé hælið stórt.
Er þá stórum hægra að verða við ólíkum kröfum vist-
manna, bæði taka þá, sem góðu eru vanir áður, eng-
um vísa á bug, þótt sjúkleiki á sál eða likama steðji að,
og skifta um herbergi við þá, sem ekki lyndir saman
nema um stundar sakir. — Ég hefi séð stórhýsi, þar
sem alveg vantaði einbýlisstofur — en þangað leitaði