Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 180
Prestafélagsritlö.
Ellihæli.
167
enginn, sem gat gefið með sér sjálfur — og ég veit um
önnur, þar sem engin voru hjónaherbergi, en karl-
menn allir hafðir i sérstakri deild hússins og konur í
annari, og varð sú sérvizka til þess, að öll öldruð hjón
fátæk sárkviðu því, ef fátækrastjórnin setti þau í shk
ellihæli. Vinnustofur eru ennfremur harla góðar þeim,
er fást við einhverja handiðn, sér til skemtunar og gagns.
Húsakynnin ein eru þó engan veginn aðalskilyrði þess,
að ellihæh verði í raun og veru mannúðarstofnanir. Nær-
gætni og kærleiksrikur skilningur hjá starfsfólkinu á
öllum högum vistmanna er auðvitað aðalatriði í því efni.
Margt gamalt fólk er stórlamað, bæði á líkama og sál,
af langvarandi slæmri aðbúð eða heilsuleysi eða hvort-
tveggju og þarf meir en litla nærgætni og aðhjúkrun
ef vel á að fara.
Ég hefi t. d. kynst því gömlu fólki, sem búið hafði
áður en það kom í ellihæh við svo mikla ónærgætni og
áleitni, að það þoldi ekki meinlaust spaugsyrði, fyr en
eftir marga mánuði, en fór þá loks að geta brosað að
spaugsvrðum, og öðrum gamalmennum, sem baslað
höfðu einsömul í „kompu“ sinni árum saman og kunnu
ekki við fjölmenni, en vildu fá að borða á rúmi sínu
og varla koma undir bert loft fyrst í stað, en vöndust
þó furðu fljótt bæði við heimilismátlíðir og útivist og
tóku kappsamlega að sækja allar sameiginlegar dægra-
styttingar á heimihnu, og fóru jafnvel sjálf að minna á
kerlaugar, þótt þau hefðu i fyrstu verið hálfhrædd við
að drukkna í baðkerinu.
Þótt margt gamla fólkið hafi ekki fyr vanizt dagleg-
um húslestrum eða morgunbænum, er reynslan sú, að
sá siður verður því flestu mjög kær og hefir ágæt áhrif
að ýmsu leyti, og þar sem ég þekki bezt ellihæli má
heita að af öllu því, sem útvarpið flytur, séu það guðs-
þjónusturnar einar, sem gamla fólkið kærir sig veru-
lega um, þótt einstaka vistmaður hlusti á fleira.
En ráðlegast er, og enda sjálfsagt, að öll þátttaka í