Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 181
168
Sigurbjörn Á. Gíslason:
Prestafélagsritið.
guðræknisiðkunum heimilisins sé alveg frjáls. Það verð-
ur yfirleitt að forðast alla smámunasemi, og muna eftir
því ,.að tvisvar verður gamall maður barn“, taka engan
nauðugan í hælið og leyfa hverjum að fara sem óskar;
þeir koma aftur fleiri en einn af fúsu geði, sem fóru af
óyndi eða ósamlyndi í þröngbýh, það liefi ég séð. —
Vissi einnig um gamlan mann, er grét sem barn, þeg-
ar oddviti sveitar hans kvaðst kominn til að sækja hann
af ellihæli, já, grét daglega er hann var klæddur, þá daga,
sem oddvitinn dvaldi i bænum, en tók aftur gleðina, þeg-
ar búið var að koma í veg fyrir flutninginn. Hafði þó
þessi sami maður verið með talsverðu óyndi fyrstu vik-
urnar í hæhnu.
Hins vegar er alveg sjálfsagt að húsbændur sýni fulla
röggsemi þegar því er að skifta og láti þá fara, sem
engum reglum hlýða og spilla öllum heimilisfrið af ásettu
ráði:
Þótt alt það, sem hér hefir verið talið, sé í bezta lagi,
húsið stórt og vandað, starfsfólkið nærgætið, vistmenn
frjálsir og stjórnin gætin og röggsamleg, þá er ekki þar
með trygt að allir verði ánægðir þegar í stað, heilsu-
far og lunderni veldur þar svo miklu. En hitt hefi ég
séð og þreifað á að mikill meiri hluti vistmanna i góðu
elhhæli má ekki til þess hugsa að fara brott aftur, enda
þótt frændur eða niðjar bjóði þeim heimili. Enda er al-
ment htið svo á, að þeir sem styðja góð ellihæh í dag
séu að greiða vextina af vinnu þeirra, sem unnu i gær
eða í fyrradag, en seztir eru hjá elli i dag.
Ræktarsemi við leiði ástvina úti i kirkjugörðum er
góð, en þó er hin betri, sem aldrað fólk fær að njóta,
áður en kirkjugarðurinn verður „hæli“ þess.
Eins og drepiö var á í framanskráðu erindi eru nú 3 ellihæli
á landi voru, og auk þess er kvenfélagið á Akureyri að undir-
búa stofnun ellihælis þar. Hefir bæjarstjórn þegar gefið lóð
undir húsið.