Prestafélagsritið - 01.01.1931, Qupperneq 182
Prestafélagsritið.
Ellihæli.
169
Annars var yngsta hælið á Seyðisfirði. Kvenfélagið þar hafði
safnað í mörg ár i sérstakan ellihælissjóð og keypti húseign
haustið 1928 fyrir sjóðinn og fór að taka þangað gamalt fólk
litlu siðar.
Hin hælin eru á ísafirði og i Reykjavik, bæði frá 1922. Bæj-
arstjórn ísafjarðar lagði nokkurt fé fram, þegar Hjálpræðis-
herinn var að reisa þar gistihús, með því skilyrði, að ellihæli
yrði i kjallara hússins. Húsið var fullbúið sumarið 1922 og sá
Hjálpræðisherinn um gamla fólkið fyrsta árið, en eftir það
annaðist bæjarstjórnin alveg um hælið og flutti gamla fólkið
úr kjallaranum í gamla sjúkrahúsið, þegar nýja sjúkrahúsið á
ísafirði var tekið til notkunar. Rúmar þetta hús um 20 gamal-
menni og munu þau flest vera á framfæri kaupstaðarins.
„Samverjanefndin" svonefnda stofnaði ellihæli i Reykjavik
haustið 1922, með almennum samskotum bæjarbúa. Hafði 5
manna nefnd þessi, eða meiri hluti hennar, verið kosin árið
1913 af umdæmisstúku templara í Reykjavík til að veita for-
stöðu matgjöfum til fátækra 2 eða 3 mánuði að vetrinum —
en hafði lengst af starfað alveg sjálfstætt og bætt við sig starfs-
mönnum í stað þeirra, sem farið höfðu.
Nefndarmönnum þessum, sem að visu voru allir ýmsum
störfum hlaðnir, hafði gengið samvinnan vej og þeir notið svo
mikils trausts bæjarbúa, að þeir fengu að meðaltali um 5600
kr. á ári til matgjafanna. — En við traustið óx þeim áræði og
fúsleiki til frekari sjálfboðastarfs.
Nefndin tók upp það nýmæli sumarið 1921 að halda gamal-
mennaskemtun og bjóða þangað öllu sextugu fólki í bænum
til ókeypis veitinga. Varð það fyrirtæki svo vinsælt, að gjafir
til þess fóru þegar nokkuð, og seinna betur, fram úr kostnaði.
Afgangurinn varð fyrsti visir að ellihælissjóði, og sumarið eftir
réðist nefndin í að skrifa í blöðin, að hún myndi byggja elli-
hæli þá um haustið, og treysti bæjarmönnum til stuðnings. Það
reyndist ekkert oftraust. Nefndin festi kaup á nýju steinhúsi,
endurbætti það á ýmsar lundir og tók þangað fyrstu gamal-
mennin um veturnætur. Um áramótin var það fullskipað 24
gamalmennum og gjafir komnar um 19 þúsund kr., af því 6
þúsund frá bæjarsjóði Reykjavikur.
Húsið var kallað Grund áður en gamla fólkið kom þangað,
en hét eftir það Elliheimilið Grund.
Með staðfestri skipulagsskrá var svo ákveðið, að heimili
þetta skyldi vera sjálfseignarstofnun, stjórnarnefnd, sem jafn-
an hefir starfað kauplaust, mætti sjálf fylla auð sæti, sem koma
kynnu í nefndinni, ríkisstjórn og bæjarstjórn kjósa endurskoð-