Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 185
Prestafélagsritiö.
SÉRA ÞÓRÐUR TÓMASSON.
Nokkur minningarorð.
í niðurlagi ferðasögu sinnar kemst séra Tómas Sæ-
mundsson svo að orði: „Ég fann hjá sjálfum mér, að
mér á ferðinni varð með hverjum degi kærara og merki-
legra mitt föðurland“. Mér skilst, að sonarsonur hans,
sem nú er nýlátinn, muni fyllilega hafa getað tekið und-
ir þessi orð afa sins. Því að séra Þórði Tómassyni varð
ísland áreiðanlega kærara með hverju árinu, sem leið.
Og þó var hann aðeins þriggja ára, þegar hann fluttist
héðan af landi burt. I Danmörku ólst hann upp með
danskri móður sinni, þar stundaði hann nám, þar vann
hann sín aðalstörf sem prestur og rithöfundur. I Dan-
mörku átti séra Þórður miklum vinsældum að fagna
og naut hinnar mestu virðingar, fyrst og fremst sem
áhugasamur prestur, en einnig sem skáld og rithöfund-
ur og fyrirlesari. Vottur þeirrar virðingar var það, þeg-
ar honum árið 1925 var veitt Vemmetofte-prestakall á
Sjálandi, sem er einskonar heiðursembætti, ætlað þeim
prestum, sem skara fram úr á sviði bókmentanna sem
skáld eða rithöfundar og mentamenn.
Danmörk var móðurland hans og fósturland, sem
hann elskaði og vann trúlega sem góður sonur fram til
dauðadags. En jafnframt varð ástin til föðurlandsins
fjarlæga heitari með ári hverju. Og sú hugsun gagntók
hann, að kynnin yrðu að verða meiri og innilegri milli
móðurlands hans og föðurlands, og að það væri hlutverk