Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 186
172
Sigurður P. Sivertsen:
PrestafélagsrltiO.
hans, að tengja söfnuði og kirkjur landanna sem traust-
ustum böndum til samvinnu og bræðralags.
Þessi hugsjón virðist hafa náð æ fastari tökum á huga
hans eftir því, sem hann eltist. Og hann lét þar ekki
sitja við orðin ein eða tilfinningarnar einar. Hann vildi
hefjast handa með því að stofna félagsskap, gefa út
bækur og blöð, fræða með fyrirlestrum, og stuðla að
því, að kirkjunnar menn í báðum löndunum kyntust
sem mest hverir öðrum.
Félag það, sem stofnað var í þessum tilgangi árið
1918, var nefnt „Dansk-islandsk Kirkeudvalg“ og síðar
„Dansk-islandsk Kirkesag“. Var séra Þórður aðalmað-
urinn í framkvæmdarstjórn þess. Gjörði hann alt til að
kynnast landi voru sem bezt, sögu þess og nútíðarhag, og
tókst í þeim tilgangi ferð á hendur hingað heim til ís-
lands, dvaldi nokkurn tíma hér i Reykjavík og fór svo
norður um land og heimsótti fæðingarstað sinn Akur-
eyri. Kyntist hann fjölda manns í ferð þessari og tengd-
ist við það Islandi enn fastari böndum.
Blað byrjaði fjelag þetta að gefa út 1919 og hefir það
siðan komið út árlega. Hefir þar með vinsemd og vel-
vildarhug verið sagt frá mönnum og málefnum kirkju
vorrar og frá því, er varðar samband dönsku og islenzku
kirkjunnar. Blaðið hefir unnið að því að byggja brú
milli systurkirknanna, þeirrar dönsku og íslenzku, brú,
sem bygð væri úr þekkingu og skilningi á högum lands
vors og þjóðar. Mest hefir verið í blaði þessu eftir séra
Þórð, þótt aðrir góðir menn hafi líka lagt sinn skerf
til þcss.
Rit það, er veitt hefir erlendum mönnum mesta þekk-
ingu á kirkju íslands, er kirkjusaga biskups vors, dr.
theol. Jóns Helgasonar, „Islands Kirke", útgefin i 2 stór-
um bindum 1922 og 1925. En bók þessi var samin að til-
hlutun „Dansk-islandsk Kirkesag“ upp úr fyrirlestrum
þeim, er biskup hafði haldið i háskólanum í Kaup-
mannahöfn. Átti séra Þórður mikinn þátt í því að bók