Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 187
Prestafélagsritið.
Séra Þórður Tómasson.
173
þessi varð til, og var honum mest að þakka, hve vandað
var til útgáfunnar á allar lundir. En sjálfur samdi hann
ítarlegt registur og fróðlegar skýringar aftan við bókina.
Árið 1923 kom út gott rit, samið af séra Þórði, er hann
nefndi: „Islands Kirke og den danske Menighed". En
1930 sá hann um útgáfu bólcarinnar „Træk af islandsk
Kirke- og Menighedsliv i Nutiden". Hafði hann safn-
að til þessa rits efni og myndum, og kynti hvern af
íslenzku höfundunum fyrir dönskum lesendum.
Þá er hin merkilega þýðing séra Þórðar á Passíusálm-
um Hallgríms Péturssonar. Vann hann árum saman að
þýðingu þessari og lagði mikla vinnu í að vanda hana
sem bezt. Kom hún út 1930 og má teljast kirkjulegur við-
burður á Norðurlöndum.
Auk þessa ritaði séra Þórður fjölda af blaða- og tíma-
ritsgreinum um íslenzk efni og flutti viðsvegar i Dan-
mörku fyrirlestra um kirkjumál Islands og sögu, og lét
aldrei ónotuð þau tækifæri, er gáfust, til þess að fræða
Dani um þjóðarhagi vora og kirkjusögu að fornu og
nýju.
En ótalin er enn hin mikla gestrisni, sem hann hefir
sýnt fjölda mörgum löndum vorum, er til Danmerkur
hafa komið, og það, hvílikur drengur hann hefir reynst
þeim Islendingum, sem til hans hafa leitað eða hann
hefir náð til. Hafa margir landar vorir átt á heimili hans
ógleymanlegar stundir, sem þeir munu jafnan minn-
ast með þakklæti. Er góð mynd dregin af þessari gest-
risni hans í grein eftir Árna prófast Björnsson, er birt-
ist i „Bjarma“ 1. sept. 1929. Þar er lýst viðtökum þeim,
er sunnlenzku prófastarnir þrír, er sóttu lúterska kirkju-
þingið i Kaupmannahöfn, fengu hjá séra Þórði. Hann
var fyrir á hafnarbakkanum og tók á móti þeim opn-
um örmum, líkast því, sem ætti hann bræðrum að fagna,
og var þó engri persónulegri kynningu við hann til að
dreifa. Bauð hann þeim strax heim til sín, og skyldu
þeir vera gestir á prestssetri hans fram undir fundar-