Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 188
Prestalélagsritlft.
174 Sigurður P. Sívertsen:
byrjun. — Þeir munu vera æðimargir, sem hafa svipaða
sögu að segja.
Það má fullyrða, að enginn maður í Danmörku hefir
á síðustu árum gjört neitt líkt því sem séra Þórður
gjörði til þess að fræða danska söfnuði um kirkju Is-
lands og auka kynningu milli þjóðanna á þeim grund-
velli. Hljóta menn að dást að því, hve miklu hann fékk
afkastað Islandi til handa, þegar þess er gætt, að þar var
um hjáverkastörf að ræða frá embættisönnum heima
fyrir. En kunnugir menn vissu, að um hann mátti segja
líkt og um séra Tómas afa hans, að hann væri „síhugs-
andi, sístarfandi, síbrennandi“. Þessvegna kom hann
svona miklu til leiðar.
Vér eigum hjer sönnum vini íslands á bak að sjá, sem
kirkja íslands stendur í ógleymanlegri þakkarskuld við.
Og vér viljum kveðja hann með þessum orðum Jónasar
Hallgrímssonar til afa lians látins:
„Flýt þér, vinur, í fegra heim;
krjúptu’ að fótum Friðarboðans
og fljúgðu’ á vængjum morgunroðans
meira’ að starfa Guðs um geim“.
Séra Þórður hét fullu nafni Þórður Tómas, og var fæddur
á Akureyri 7. des. 1871. Foreldrar hans voru Þórður Tómasson
héraðslæknir (t 2. nóv. 1873) og kona hans Camilla Christiane
(f. Enig). Hann fluttist barn að aldri með móður sinni til Iíaup-
mannahafnar 1874, tók þar stúdentspróf 1890 með ágætisein-
kunn, en embættispróf í guðfræði 1896 með 1. einkunn. Var þvi
næst heimiliskennari í 2 ár, en vígðist 1898 aðstoðarprestur i
Horsens og varð sóknarprestur við klausturkirkjuna þar 1904.
Því embætti þjónaði hann til 1925, er hann varð klausturprest-
ur i Vemmetofte. Þar andaðist hann 25. ágúst.
Af bókum séra Þórðar skulu, auk áðurtaldra, þessar nefndar:
„Det levende Ord“. 1913. — „Mellem Bedeslag. Digte“. 1922 —
„Daggry. Smaa Oplevelser". 1923. — „Kors og Krone. Digte og
Sange“. 1925. — „Lönlig iblandt os. Julehisorier for Voksne“.
1929.
27. ágúst 1931.
S. P. S.