Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 189
Pre*taié)aesrltl6.
GULLKERIN.
Ræða haldin 1930. Eítir séra Þorstein Briem.
Róm. 7, 18 b.—25 a.
Þjóð vor hefir á þessu ári (1930) átt mikla og ógleym-
anlega hátíðarstund, stund sem vænta má að hafi glætt
fagrar hugsjónir og vakið mörg heilög heit. Þjóð vor
virðist aldrei, að hinu ytra, hafa haft ástæðu til þess
að vera þakklátari og bjartsýnni, en á þeirri stundu
— og aldrei haft meiri ástæðu til að treysta því og trúa,
að með sameinuðum átökum væri hjer mörgu hægt að
lyfta, margt hægt að gróðursetja og reisa úr rústum.
Ég vil að minsta kosti treysta því, að víða hafi vaknað
vilji eða löngun til þess að byggja traust ofan á grunn-
inn, sem feðurnir hafa lagt.
En vér vitum þó, já, vitum þess sorgleg dæmi, að á-
formin eru ekki einhlit. Það er ekki nóg, að viljinn sé
góður, viljinn þarf og að eignast þrótt.
Viljaþróttur er dásamleg eign. Án hans drýgir enginn
maður sanna dáð. Hins vegar fær fátt mannlegt vakið
oss meiri undrun og aðdáun en það, hverju viljakraftur-
inn, einbeittur og öruggur, fær komið til leiðar.
Ég á heima á útnesi, þar sem hafaldan skellur með
óbrotnum krafti að ströndum. Ég hefi horft á, þegar
stormurinn æðir um brimsollið hafið fyrir utan heimili
mitt. Ég hefi séð hann hleypa öldunum i æðisgang. Ég
hefi heyrt hvernig hann mylur grjótið og byltir björg-
unum til og frá. Ég hefi séð jafnvel klettinn klofinn,