Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 190
176
Séra Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
eða seigsorfinn og sundurholaðan eftir þau heljarátök.
Fær veikur maður orðið máttugri en þetta?
Jú, einmitt þarna úti i storminum, lengst úti í sortan-
um og særokinu, stendur fiskimaður á bát sínum og
stýrir honum rólegur og öruggur í höfn heim. — Hann
er þarna máttugri en hafið. Þarna er hann styrkari en
stormurinn!
Berum nú saman skipshöfn, sem berst án stýris og
stjórnar fyrir vindi og straum, og aðra,sem klýfur djarf-
lega öldur og ósjó og siglir beint mót veðrum til hafn-
ar. — Sami munur er á veikluðum manni og viljalitlum
og á öðrum, sem á þróttmikinn vilja og einbeittan hug.
Hvort hin góðu áform þjóðar vorrar rætast á ókomn-
um árum, það er því ekki fyrst og fremst komið undir
efnum hennar og þekkingu. Það er fyrst og fremst kom-
ið undir því, hvort börn hennar öðlast viljann, þrótt-
mikinn, þolgóðan og staðfastan vilja.
Látum efni þjóðarinnar margfaldast, hún yrði ekki
öndvegisþjóð fyrir það eitt. Látum þekkingu og mentun
tvöfaldast, það gæti margur staðið á hálu svelli eigi að
síður. En ef viljaþrótturinn gæti tvöfaldast þá væri hún
um leið orðin auðug þjóð og máttug — og, þrátt fyrir fá-
mennið, mikil þjóð.
Yæri þá ekki eitthvað gefandi til, væri þá ekki a.
m. k. eitthvað reynandi til þess að fá viljaþróttinn auk-
inn?
Væri ekki eðlilegt, að sú spurning vaknaði hjá ein-
hverjum, hvort ekki mundu einhver ráð til að auka
viljanum þrek og styrkleik?
Það er einmitt þessi spurning, sem textinn minnir
oss á: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda,
sem ég vil ekki, það gjöri ég. — Hver getur frelsað mig?“
— Það er sama og ef sagt væri: Ég hefi ekki viljaþrek.
Hver fær gjört vilja minn staðfastan og styrkan?
Postulinn hefir spurt um þetta. Og ber þá ekki ein-
hver þessa sömu spurningu upp fyrir sjálfum sér: