Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 191
Prestafélagsritið.
Gullkerin
177
Hvað fær gefið vilja mínum þrótt, hvað fær gjört hann
staðfastan og styrkan? Ég veit, að staðurinn sem ég
stend á, segir yður svar mitt fyrirfram: þ. e. trúin!
En ég gef ekki það svar af því að ég standi hér í
prédikunarstól, heldur stend ég hér af því, að ég veit, að
trúin gefur viljanum mátt.
Ég get fundið þvi stað, sem ég fer með. — Ég get
rökstutt það með tvennu. Ég finn orðum mínum stað
í ritningunni, og reynslunni.
Ég veit nú raunar, að margur metur ekki mikils sann-
anir af fornum bókum. En ég ætla samt að opna gömlu
heilögu hókina og láta hana tala. Þér minnist frásagn-
ar hennar um mann einn, sem var uppalinn til þess að
ganga æðstu embætta leið hjá voldugri stórþjóð, mann,
sem liafði hylli á liæstu stöðum og vit og mentun til
þess að fá notið liennar til æðstu metorða og valda?
Þér minnist hans, sem yfirgaf þetta alt. Ekki af því, að
honum gæti boðist neitt jafn álitlegt fyrir sjálfan hann
— heldur af því að hann langaði til þess að hjálpa þjóð
sinni og leiða hana, sundurleita og vanþakkláta, burt
úr landi kjötkatlanna inn i land fyrirheitisins! — Hann,
sem barðist þannig i 40 ár fyrir smáa og smáða þjóð
sína. Og fékk svo þau ein laun að síðustu, að fá að
horfa deyjandi augum á hið fyrirheitna takmark vona
sinna framundan. Hvað gaf Móse þennan óbifanlega
viljaþrótt og staðfestu alt til dauðans?
Var það ekki traustið og trúin?
Ég minni og á smáþjóðina, sem jafnan átti í vök að
verjast um frelsi sitt og sjálfstæði, af þvi að stórveldin
umhverfis reyndu á vixl að toga til sín völdin, þjóð,
sem var hernumin austur til lieimsborgarinnar. Þér
minnist þess, að ýmsir voru þar í hávegum hafðir og
hefðu sjálfir óefað getað búið sér þar margfalt glæsi-
legri framtíð, en í kotríkinu heima. Þó glej'mdu þeir
aldrei þjóð sinni. Þeir héldu henni vakandi við minn-
ingarnar að heiman. Og þeir sneru jafnskjótt heim aft-
12