Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 192
178
Séra Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritió.
ur, er þeir máttu, heim til föllnu rústanna, heim til hins
eydda lands, sem þeir síðar fengu reist úr rústum. Og
hvað gaf þá þessum mönnum hinnar kúguðu smáþjóð-
ar bjartsýnið, þolgæðið og viljaþróttinn?
Yar það ekki vissan um að orð Guðs stæðu stöðug?
Var það ekki traustið og trúin?
Hvað var það sem umskapaði liinn fljóthuga og óstöð-
uglynda Símon Jónasson og gjörði hann að hellubjarg-
inu Pétri? Hvað gæddi Pál þreki og þolgæði til þess síð-
ar að fara horg úr horg og land úr landi, þótt liann vissi,
að ofsóknir og lífsliætta hiðu sín? Eða hvað gaf kristn-
um bræðrum mátt til að líða og þola á ofsóknatímun-
um? Þeim, sem voru grýttir, þeim, sem var kastað fyrir
óargadýr, eða kvaldir á krossi? Þeim, sem voru smurð-
ir eldfimu efni, og notaðir til hlyselda í hallargörðum
Neró? Hvað gaf þeim þrekið? Hvað gaf þeim stað-
festu? Hvað gaf þeim viljaþróttinn?
Var það ekki trauslið og trúin?
Jú, trúin gefur þreld Foringjum til að fórna öllu og
gleyma sjálfum sér. Þjóðum til að reisa við land sitt,
og þeim, sem eiga helgar hugsjónir, gefur hún mátt til
að líða og þola og fá því áorkað, sem mannlegum kröft-
um er ofvaxið annars.
Þetta sýnir ritningin. Þetta sýnir saga kristinnar
trúar.
Og hið sama sýnir reynslan, sú reynsla, sem getur
fengist og fœst enn þann dag í dag.
Reynslan er hók, sem lengi skal lesin, ef liún skal
lesin öll. Ég er aðeins skamt kominn í þeim lestri. En
nokkur hlöð kann ég úr reynslunnar bók, bæði úr lífi
sjálfs mín og annara manna.
Þegar ég fletti bók reynslunnar, sé ég á einu blaðinu
aldraðan mann hvítan fyrir liærum. Hann er höfðing-
legur ásýndum, en fátældega húinn. Hann er af gamalli
mentaætt. Hann er fæddur og uppalinn við mestu virð-