Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 195
Prestafélagsritið.
Gullkerin
181
hjarta, þótt aðrar vonir bregðist. Og fyrir þetta er hún svo
þakklát, að þegar henni sjálfri er bannað að tala, þá
tekur hún úrið sitt og heldur því milli handanna yfir
miðju brjósti sér, til þess að það fái i hennar nafni sagt:
Þökk — þökk — þökk — þökk! til hans, sem hún vissi,
að var þar ósýnilega nálægur.
Það þarf ekki að skýra, hvernig sú reynsla fékst. En
innihald þeirrar reynslu setti hún síðar með saumspor-
um á silki og sendi vini sinum á Islandi. Það var bók-
merki með orðunum: Guð er kærleikur!
Þetta hefi ég fengið að lesa á þrem blöðum í bók
reynslunnar.
Hvað munum vér sjá, þegar hún að siðustu verður
lesin öll?
Þá munum vér vissulega sjá það og komast að raun
um, að trúin er kraftur!
Ég hefi hjer flett fyrir yður einum þrem blöðum úr
hinni miklu bók reynslunnar. En ég spyr yður samt:
Haldið þér ekki, að það hljóti að búa eitthvað á bak
við þessa og aðra samskonar reynslu? Bak við hina kyr-
látu og rólegu þreklund á fyrsta blaðinu — þróttinn til að
þola og fórna sér á hinu öðru, og fögnuðinn og þakklæt-
ið, þótt aðrar vonir bregðist á liinu þriðja? Haldið þér
ekki, að það eigi sér neina sameiginlega þróttlind? Fáið
þér vaiást þeirri hugsun, að þessir orkustraumar komi
allir úr einni átt — að þar sé einhver dulinn ósýnilegur
máttur á bak við?
Ljós kemur frá sólu og liiti frá glóð. Sérhvert afl á
einhverja orsök. Haldið þér þá ekki, að þessir geislar
eigi sól, né þessi ylur upptök?
Jú — Drottinn sjálfur er sólin sú. Rósemi, þróttur og
gleði eru alt saman geislar frá þeirri sól.
Og finst yður sá, sem þvílíka reynslu öðlast, vera lík-
ur flaki, sem berst á bárum? Mun hann ekki öðlast meiri
kjalfestu? Mun liann ekki fremur fá haldið liorfi réttu
á siglingu lifsins? Mun ekki sá maður deigari, sem sigl-