Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 196
182
Séra Þorsteinn Briem:
Presiafélagsritiö.
ir í náttmyrkri og sér ekki til himins, en hinn, sem eygir
stjörnu, er hann má stýra eftir hiklaust?
Jesús Kristur er leiðarstjarna mannkynsins. Stýrið eft-
ir þeirri stjörnu.
Þeir, sem treysta Jesú, eru liugrakkir og öruggir,
stiltir í vonbrigðum, þolgóðir í þrautum og glaðir hvað
sem mætir. Það sýna þessi blöð úr bók reynslunnar.
Og er ekki glatt traust það, sem bezt styrkir viljann?
Ég þekki a. m. k. ekki annað, sem fremur fær gefið vilj-
anum mátt.
Þannig verður trúarreynslan og traustið aflgjafi vilj-
ans, og orkulind, sem Drottinn hefir ætlast til, að vér
notum í daglegum störfum og framkvæmdum lífsins.
Vér megum ekki halda, að trúin eigi að vera fyrir ut-
an, eða ofan, hin daglegu störf. Kristindómurinn á ekki
að vera einungis kirkjubúningur, eða sunnudagsskart.
Hann á að skarta í daglegu lífi við hverskonar nauð-
synleg störf.
Vér sjáum, að Guð lét spámenn sína kalla menniúa,
ekki aðeins til guðsdýrlcunar og bænahalds, heldur einn-
ig til starfa fyrir þjóð sína og ættjörð. Jafnvel hinum
herleiddu i Babýlon bauð hann: Látið yður umliugað
um heill borgarinnar, sem ég flutti yður til, og biðjið til
Drottins fyrir henni, þvi að heill hennar er heill yðar
sjálfra! (Jer. 29). Hann sem bauð herleiddri þjóð í
framandi landi að efla þess lands heill, hann liefir og
vissulega boðið oss að efla heill þess lands, sem hann gaf
oss og hefir nú alið oss á í 1000 ár.
Nú á þessu ári hefir Guð með einstæðum hætti kallað
livern dáðrakkan landsins son og dóttur til starfs, til þess
að legg'ja með atorku grunninn að velferð næstu 1000 ára
i sögu landsins. En þá vil ég enn minna yður á dæmi frá
hinni fornu herleiddu Guðs þjóð. Þér munið, að þegar hún
hafði fengið heimfararleyfi, þá tók liún dýrgripi með sér.
Hún hafði með sér gullkerin miklu, sem staðið höfðu til
forna í musterinu\ Jerúsalem. Og á leiðinni áttu þeir