Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 199
Prestaféiagsritið. Kristil. stúdentahr. á Engl.
185
entar frá fleiri borgum í hópinn, svo sem London, Edin-
horg og Dublin.
Árið 1884 má telja tímamót í sögu hreyfingarinnar.
Það ár var 300 ára afmæli háskólans í Edinborg, og
söfnuðust þá þangað stúdentar og mentamenn víðsveg-
ar að, hæði frá öllum Bretlandseyjum og víðar.
Fundir og samkomur voru haldnar í sambandi við
hátíðahöldin, og urðu þau til þess að blása nýju lífi i
kristilegu stúdentahreyfinguna, sem þegar hafði starf-
að um nokkur undanfarin ár, en vantaði þrótt.
í sambandi við þessa nýju vakningu í Edinborg má
sérstaklega geta um einn mann, sem hreyfingin átti sið-
ar mikið að þakka. Var sá maður Henry Drummond,
prófessor í náttúruvísindum við Free Church College
i Glasgow, var hann kjörinn foringi hennar og var það
síðan um 10 ára skeið, þangað til hann lézt.
Það er óhætt að fullyrða, að próf. Drummond hafi
verið aðal brautryðjandi lireyfingarinnar á Bretlandi,
þótt hann geti ekki talist stofnandi hennar, enda var
honum ekkert starf kærara en það, sem hann vann
fyrir hana, og fjöldi manna minnist nú þeirra hollu
áhrifa, sem hann hafði á þá á stúdentsárum þeirra.
Alt frá því er próf. Drummond gjörðist leiðtogi kristi-
legu stúdentahreyfingarinnar, liefir hún vaxið liröðum
skrefum, bæði á Englandi, Skotlandi og írlandi. Þegar
getið er um brautryðjendur hennar á Englandi og ann-
arsstaðar, verður ekki hjá þvi komist að minnast einnig
á hinn mikla frömuð hennar J. R. Mott, sem starfað
hefir að vexti hennar um allan heim, og ekki hvað sízt
á Englandi og i enska heiminum. Hið mikla og óeigin-
gjarna starf J. R. Motts fyrir hreyfinguna verður víst
aldrei metið til fulls.
Hér er því miður ekki staður til þess að nefna öll þau
nöfn, sem tengd eru við hreyfinguna, eða rekja sögu
þeirra manna, sem mest hafa fyrir liana unnið, heldur